Það verður allt svo dásamlegt sem sett er inn í vefjur og þessar eru engin undantekning. Sósurnar frá Blue dragon koma með asískt yfirbragð í matseldina og Satay sósan frá þeim er sjúklega góð og hægt að nota á fjölbreyttan hátt. Ég nota hana almennt mikið í kjúklingarétti en hérna ákvað ég að útbúa vefjur...
Recipe Tag: <span>blue dragon</span>
Poke skál með marineruðum laxi, edamame baunum og chili mæjó
Poke skálar eru upprunalega frá Hawaii en þær eiga það til að blandast saman við japanska matargerð líkt og sushi. Poke er í raun hrár fiskur skorinn í bita og maríneraður en það þekkist einnig að hafa annað prótín í skálunum. Það er hægt að setja saman sína skál eftir eigin hentisemi og þetta er...
Tælenskur hummus með rauðu karríi & kókos
Það eru til óendanlega margar útgáfur af hummus. Vissulega kemur hummus upphaflega frá Mið-austurlöndum en hummus þýðir einfaldlega “kjúklingabaun”. Það kemur þó ekki í veg fyrir að það sé hægt að prófa sig áfram með krydd og útfærslur. Þessi uppskrift hér er líklega ansi langt frá upprunanum en kemur alveg lygilega vel á óvart. Bragðmikill...
Tófú heilhveitinúðlur með hoisin chili sósu
Mikið er nú aldeilis gott að fá aðeins hvíld frá hátíðargúmmelaði svona í desember. Á þriðjudegi er sérlega gott að skella í einn góðan grænmetis núðlurétt líkt og þennan. Einfaldur réttur en alveg sérlega bragðgóður. Þessi aðferð við að elda tófú er líklega ein af mínum uppáhalds en með þessu verður það stökkara og bragðbetra...
Fljótlegar satay eggjanúðlur með kjúklingi & grænmeti
Það er stutt í kvöldmat og þú þarft að græja eitthvað hratt. Langar í eitthvað gott. Takeaway? Neeee… Þessi réttur tekur bara korter. Í allra lengsta lagi. Þessar snilldar núðlur taka 5 mín að sjóða og nokkrar mínútur fara í að snöggsteikja grænmeti og græja sósu. Vessgú!
Nautakjöt í teriyaki og ostrusósu
Það er alveg ótrúlega auðvelt að græja sér góðan asískan mat heima. Það tekur enga stund að gera þennan stórgóða wok rétt. Það eru ekki mörg innihaldsefni og ég fullyrði að það taki ekki meira en 20 mínútur frá því að hráefnin eru í umbúðunum og þangað til rétturinn er kominn á diska.
Teriyaki kjúklingur með hvítlauk og engiferi
Þessir bráðeinföldu kjúklingaleggir eru alveg ótrúlega bragðgóðir og fullorðnir jafnt sem börn þykja þeir góðir. Ég mæli með því að bera þá fram með hrísgrjónum og jafnvel einföldu salati. Einnig er hægt að sjóða aðeins marineringuna og bera fram sem sósu. Ég segi að hann sé fljótlegur því vinnan í kringum þetta og aðaltíminn fer...
Andabringur í vefju með vorlauk, agúrku og hoisinsósu
Færslan er unnin í samstarfi við Innnes. Þessi uppskrift birtist upprunarlega í Matkrók Bændablaðsins.
Hoisin núðlur með kjúklingi, chili og kóríander
Þessi núðluréttur er brjálæðislega einfaldur og fljótlegur og tilbúinn á núlleinni. Ekta matur til að henda í í miðri viku eða jafnvel á föstudagskvöldi þegar maður nennir engu. Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes ehf. Myndir og uppskrift eftir Völlu
Sætkartöflupizza með tættum kjúklingi, spínati og rauðlauk
Hægt er að gera sætu kartöflurnar tilbúnar kvöldinu áður eða þessvegna nokkrum dögum áður til að stytta ferlið. Einnig er að sjálfsögðu hægt að nota hinn hefðbundna pizzabotn með þessu áleggi.