Það er svo gott að blanda sér smá búst í hádegismat eða sem millimál. Það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé næg næring í svona skyrbústi og það er svo sannarlega nóg af henni hér. Dásamlega góða bláberjaskyrið frá Örnu ásamt bláberjum, hindberjum, chiafræjum og möndlusmjöri gerir þetta einfalda búst að sannkallaðri bombu.