Ceviche er einn af mínum uppáhalds sumarréttum. Rétturinn kemur upprunarlega frá Perú og felst í því að fiskurinn er látinn marinerast í sítrusvökva, en sýran frá vökvanum eldar fiskinn og gefur honum gott bragð.
Recipe Tag: <span>chilí</span>
Bragðmikil pizza með hvítlauks risarækjum og sterkum ítölskum osti
Þessi bragðmikla pizza er algjörlega fullkomin eftir góða vinnuviku. Hún er einföld en samt fáguð og hráefnin fá að njóta sín í botn. Pizzasósan er einungis plómutómatar sem eru bragðbættir eru með sjávarsalti og klassíski Pizzaosturinn frá MS leikur stórt hlutverk ásamt Sterku ítölsku ostablöndunni sem nýlega kom í verslanir. Toppað með snöggsteiktum risarækjum sem...
Heimsins besta blómkálspizza með rjómaosti, parmaskinku, chilí og döðlum
Gerir tvær 12" pizzur
Smjörsteikt Langa í Kentucky búningi
Við Íslendingar erum svo heppnir að geta gengið inn í fiskbúð og keypt ferskar fiskafurðir. Við ættum í raun að vera duglegri við að prófa okkur áfram í mismunandi fiskréttum. Þú lesandi góður ert á réttum stað til að gera nákvæmlega það. Þessi fiskréttur mun taka bragðlaukana þína í skemmtilegt ferðalag ! Hægt er að...
Eurovision Ostasósa sem klikkar ekki!
Við Matarmenn erum heldur betur komnir í Eurovision fýling. Okkur langaði að deila með ykkur okkar uppáhalds ostasósu sem hefur slegið rækilega í gegn í Mexico veislunum okkar. Gæðin leyna sér ekki í hverjum bitanum og langar okkur í raun að vara ykkur við þessari sósu því hún er hættulega góð ! Njótið í botn...
Ómótstæðilegur kjúklingaréttur með chilí rjómasósu, banana sneiðum og stökku beikoni
Þetta er kjúklingarétturinn með sérstaka nafnið en hann nefnist Fljúgandi Jakob. Sagan segir að heiðurinn af þessum rétti hafi sænskur maður að nafni Jacobsson átt sem hafi unnið í flugbransanum og þaðan sé þetta skemmtilega nafn komið.
Hvað sem því líður þá er fljúgandi Jakob frábær kjúklingaréttur sem inniheldur dásamlega chilí rjómasósu, beikon og banana. Látið það óvenjulega hráefni ekki hræða ykkur því bananinn kemur með smá sætu án þess að vera afgerandi og setur hér punktinn yfir i-ið. Njótið vel!
Kókos & chilí marineraður kjúklingur í hnetusmjörsósu
Þessi kjúklingaréttur er svo mikið gúrm og inniheldur svo til öll þau hráefni sem ég elska mest – kókosmjólk, chilí og hnetusmjör. Jidúdda sko. Uppskriftin kemur af netinu og hana fékk ég fyrir einhverju síðan og man ekki upprunann. Ef þið vitið hver á heiðurinn af þessari uppskrift þá megið þið hóa í mig –...
Spaghetti með hvítlauk, chilí og valhnetupestói
Nú eru margir landsmenn að prufa sig áfram með grænmetisfæði eftir hátíðarnar og bara gott um það að segja. Ég var nú eitt sinn “grænmetisæta” í nokkur ár – set ég það innan gæsalappa þar sem að fæði mitt einkenndist af hvítum hrísgrjónum og grilluðum ostasamlokum eða það sem mér fannst vera það besta úr...
Mexíkósk tómat- og paprikusúpa með nachos chilí og fetamulningi
Súpur geta verið hinn besti veislumatur og góður valkostur þegar valið stendur um eitthvað hollt og gott sem mettir marga munna. Hér er súpa sem er aðeins breytt en kemur upprunarlega úr smiðju meistara Jaimie Oliver. Súpan er einföld í gerð og alveg hrikalega góð! Það er svo gaman að bera fram allskonar meðlæti...
Klístraður kjúklingur í sætri chilí og hunangssinnepssósu
Þessi réttur er ofureinfaldur en um leið svo ótrúlega bragðgóður. Hann vekur lukku hjá öllum aldurshópum og sigrar hjörtu, jafnvel þeirra allra matvöndustu. Klístraður kjúklingur í sætri chilí- og hunangssinnepssósu Fyrir 3-4 900 g kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry 2 dl sæt chilísósa, t.d. Sweet chili sauce frá Blue dragon 1/2 dl soyasósa, t.d....
Grillveisla með chilí- og sinnepsmarineruðum kjúklingi
Ég er alltaf að leita af góðri grilluppskrift sem slær hinni vinsælu Kjúklingi fyrir heimska við. Sú uppskrift er svo dásamlega einföld og bragðgóð og svona uppskrift sem meira að segja hinir matvöndustu elska. Uppskriftin að þessum chilí sinnepskjúklingi er svipuð – jafn einföld og alveg jafn frábær. Borin fram með góðu kartöflusalati og flögum og...