Kakan er fyrir 4-6
Recipe Tag: <span>kaka</span>
Vanillu Kremkex terta með eplafyllingu og karamellukremi
Klassíska góða Kremkexið sem við öll þekkjum er dásamlegt eitt og sér með góðu kaffi en það er einnig hægt að nota það í bakstur eins og ég geri hér. Þetta er haustleg og ljómandi góð terta sem sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er. Hún er ekki flókin en það þarf smá natni...
Rababara og jarðaberjabaka með haframulningi og marengs
Nú er tilvalið að nýta rababarann í eitthvað geggjað - eins og þessa köku.
Sumarleg hindberjaskyrterta með kremkexbotni, sítrónu og lime
Ef einhver eftirréttur eða kaka kemur með sólina þá er það þessi. Bragðgóð og fersk og passar sérlega vel á hvaða veisluborð sem er. Hindberin passa sérlega vel með sítrónu og lime og leynivopnið er klárlega hið klassíska kremkex frá Frón sem við þekkjum öll. Það passar einstaklega vel í ostaköku og skyrkökubotna eins og...
Rice Krispies nammiterta með piparkúlum, Nóakroppi og lakkrískremi
Þessi kaka er ein sú rosalegasta í seinni tíð! Piparkúlurnar frá Nóa gegna hér veigamiklu hlutverki með Rice krispies morgunkorni en að viðbættum rjóma, Nóa kroppi og lakkrískremi verður þetta algjör bomba. Þessa þarf ekki að baka frekar en flestar Rice krispies kökur og er því fljótleg og þægileg. Hún passar sérlega vel á veisluborðið...
Möndlu- og sítrónukaka með vanillu rjómakremi og ferskum berjum
Þessi kaka er alveg stórgóð og sérlega einföld. Hún er vegan og það þarf engin flókin áhöld eða tæki til þess að græja hana. Hún er létt í sér og ég get svo svarið það að það er smá vor í henni. Oatly visp hafrarjóminn setur bókstaflega punktinn yfir i-ið og fer sérlega með ljósum...
Morgunverðarkaka með bláberjum, möndlum og kókos
Þessi kaka er algjört æði, hún er samt meira morgunverður en kaka en ég meina, hversu geggjað er að getað bara borðað köku í morgunmat? Það er auðveldlega hægt að skipta út hráefnum og aðlaga hana að eigin smekk. Minnka eða auka sykurmagn, setja aðrar hnetur í staðinn fyrir möndlurnar o.s.frv. Ég mæli líka með...
Dásamleg mokkakaka með þeyttri núggatmús
Þessi súkkulaðikaka er alveg ótrúlega einföld og tekur stuttan tíma að gera. Botninn er mjúkur með góðu súkkulaði og kaffibragði og kremið er algjör leikbreytir! Núggatmúsin er algjör dásemd og myndi líka koma vel út ein og sér í litlum skálum. Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.
Rice Krispies kaka með karamellu, þeyttum rjóma og ferskum jarðaberjum
Strákarnir mínir elska þessa köku en þessi uppskrift er sjúklega einföld og því tilvalin fyrir litla bakara.
Silkimjúk hafrakaka með kókos- og pekanhnetukaramellu
Þessi kaka sem er upprunarlega af Food52 þaut strax á topplistann enda einföld og ólýsanlega góð!