Þessar bollur eru bara með þeim allra einföldustu og ég baka þær mjög reglulega. Þær eru vegan og henta því mjög mörgum með ýmis konar óþol og ofnæmi. Þær eru alveg dásamlegar á morgunverðarborðið, brunchinn, í nestisboxið og svo frystast þær líka mjög vel. Uppskriftin er miðlungs stór myndi ég segja og gera 28-30 stk....
Recipe Tag: <span>mjólkurlaust</span>
Recipe
Hátíðlegur jólaís með vanillu, núggatsúkkulaði og heitri sósu – Vegan
Það er hefð á mörgum heimilum að útbúa heimagerðan jólaís sem hafður er í eftirrétt á aðfangadagskvöld. Það er auðvitað svo misjafnt hvort eftirrétturinn er boðinn strax á eftir aðalrétti eða í lok kvölds þegar allir hafa jafnað sig eftir jólamáltíðina. Þessi ís er ótrúlega léttur í sér og mjúkur, einfaldur í gerð og 100%...
Recipe
Fljótleg vegan súkkulaðimús með þeyttum hafrarjóma
Þessi er ansi langt frá gamla pakkabúðingnum sem við þekkjum mörg en hann er ekki mikið flóknari samt! Örfá hráefni og smá tími er allt sem þarf. Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að gera með chia fræjum og haframjólk nefnilega. Svo styttum við okkur enn leið og notum súkkulaði haframjólk, hversu mikil snilld!...