Ég hef alltaf verið mikið fyrir vöfflur og baka þær nokkrum sinnum í mánuði. Oftast baka ég þessar hefðbundnu íslensku en mér þykir mjög gott að breyta aðeins til og baka þá gjarnan belgískar. Þessar þykku, stökkar að utan en mjúkar og flöffí að innan. Algjörlega guðdómlegar í þessari útgáfu með einföldustu og bestu saltkaramellusósu...
Recipe Tag: <span>Mjólkurvara</span>
Sumarleg rúlluterta með ferskju og ástaraldin fyllingu
Þessi ákaflega fallega rúlluterta er í senn létt og dúnamjúk. Fersk fyllingin gefur henni suðrænt og framandi yfirbragð. Það skemmir svo ekki fyrir að mjólkurvörurnar sem notaðar eru í hana eru laktósafríar og fara því betur í marga maga. Færslan er unnin í samstarfi við Örnu Uppskrift og myndir eftir Völlu ...
Grísk fetaostsídýfa með ólífum og kirsuberjatómötum
Þessi heita ostaídýfa er fullkominn forréttur, partý- eða saumaklúbbsréttur. Jafnvel bara fyrir tvo að deila með góðu snittubrauði og vínglasi. Þessi færsla er unnin í samstarfi við Örnu
Camembert brauðrétturinn sem slær alltaf í gegn
Þessi brauðréttur hefur verið í uppáhaldi í mörg ár
Sósan sem er góð með öllu með sólþurrkuðum tómötum, fetaosti og basilíku
Virkilega góð sósa sem hentar með kjöti og fiskréttum
Ofnbökuð ítölsk ostaídýfa
Það er ekki oft sem ég verð orðlaus, en það varð ég svo sannarlega þegar ég tók fyrsta bitann af þessari bragðgóðu ostaídýfu. Ídýfan er frábær sem forréttur, í saumaklúbbinn eða partýið og færir okkur til Ítalíu að minnsta kosti í huganum.
Ómótstæðilegur kjúklingaréttur með chilí rjómasósu, banana sneiðum og stökku beikoni
Þetta er kjúklingarétturinn með sérstaka nafnið en hann nefnist Fljúgandi Jakob. Sagan segir að heiðurinn af þessum rétti hafi sænskur maður að nafni Jacobsson átt sem hafi unnið í flugbransanum og þaðan sé þetta skemmtilega nafn komið.
Hvað sem því líður þá er fljúgandi Jakob frábær kjúklingaréttur sem inniheldur dásamlega chilí rjómasósu, beikon og banana. Látið það óvenjulega hráefni ekki hræða ykkur því bananinn kemur með smá sætu án þess að vera afgerandi og setur hér punktinn yfir i-ið. Njótið vel!
Frábær eftirréttur á fimm mínútum
Eftirréttur þar ekki að vera óhollur og flókinn til að bragðast frábærlega. Þessi tilheyrir einmitt þessum holla, fljótlega og dásamlega eftirréttaflokki sem passar jafn vel sem morgunmatur, millimál eða sem eftirréttur í matarboðinu. Njótið vel!