Já ég segi það bara, haustið er handan við hornið og nóg af bláberjum að fá þetta árið. Allavega á vissum svæðum landsins. Þessar skonsur eru dásamlegar á bragðið og alveg tilvalið að nota íslensk nýtínd bláber í þær. Ég átti því miður bara erlend en það kemur klárlega ekki að sök. Skonsurnar eru vegan...
Recipe Tag: <span>Oatly</span>
Möndlu- og sítrónukaka með vanillu rjómakremi og ferskum berjum
Þessi kaka er alveg stórgóð og sérlega einföld. Hún er vegan og það þarf engin flókin áhöld eða tæki til þess að græja hana. Hún er létt í sér og ég get svo svarið það að það er smá vor í henni. Oatly visp hafrarjóminn setur bókstaflega punktinn yfir i-ið og fer sérlega með ljósum...
Klassískt Riz à l’amande – Vegan
Já loksins er ég búin að fullkomna vegan útgáfu af þessum uppáhalds eftirrétti mínum. Líkt og margir vita barst Riz ala mande hingað frá Danmörku en þar er rík hefð fyrir því að bjóða upp á þessa dásemd á jólum. Ég nota hér hvorutveggja Oatly ikaffe mjólkina sem og Oatly visp þeytirjómann en með þeirri...
Einföld eplabaka með kanil og kardimommum
Galette bökur geta verið allavega og þessi er ein af þeim einfaldari. Hér er hún í dásamlegri vegan útgáfu og bragðmikil eplin eru krydduð með kanil og kardimommum. Það er fljótlegt að útbúa þessa böku og uppskriftin inniheldur ekki mörg eða flókin hráefni. Botninn er alveg einstaklega góður, “flaky” og stökkur án þess að verða...
Hátíðlegur jólaís með vanillu, núggatsúkkulaði og heitri sósu – Vegan
Það er hefð á mörgum heimilum að útbúa heimagerðan jólaís sem hafður er í eftirrétt á aðfangadagskvöld. Það er auðvitað svo misjafnt hvort eftirrétturinn er boðinn strax á eftir aðalrétti eða í lok kvölds þegar allir hafa jafnað sig eftir jólamáltíðina. Þessi ís er ótrúlega léttur í sér og mjúkur, einfaldur í gerð og 100%...
Allra bestu piparkökurnar
Þessi uppskrift hefur fylgt mér í mörg ár en hefur aðeins tekið breytingum í gegnum tíðina. Á mínu heimili er þetta hin eina sanna piparkökuuppskrift og er bökuð í miklu magni á hverju ári. Það er töluvert mikið krydd í henni, hún er vegan og kökurnar verða stökkar og dásamlegar. Mér finnst ekkert atriði að...
Ensk döðlukaka með dökkri karamellusósu og þeyttum hafrarjóma
Þessi kaka er af enskum uppruna og yfirleitt kölluð “búðingur” en hún er mjög létt í sér og hefur áberandi karamellukeim. Það tekur enga stund að gera hana og hentar fullkomlega sem eftirréttur, í saumaklúbbinn eða jafnvel á vegan jólahlaðborðið. Nóg af döðlum, karamellu og dúnmjúkum þeyttum hafrarjóma. Þið verðið að prófa!
Ekta ítalskar biscotti með lífrænum möndlum
Við sem elskum Ítalíu og ítalskan mat sláum nú ekki höndinni á móti biscotti með kaffinu. Stökkar, bragðgóðar og fullkomnar ítalskar smákökur til að dýfa í funheitt, rótsterkt kaffi. Það sem er svo skemmtilegt við þessa uppskrift er að hún er vegan. Uppskriftin er auk þess einföld og kökurnar geymast vel í loftþéttu boxi. Í...
Vegan New York ostakaka með heimagerðum kexbotni og jarðarberjum
Af því að ostakökur eru hreinlega bestar varð ég að gera vegan útgáfu af New York ostaköku. Þær eru gjarnan bakaðar en ég vildi þó hafa þessa hráa. New York ostakökurnar frægu eru í grunninn vanillufylling á stökkum kexbotni sem ber keim af kanil. Yfir hana er gjarnan hellt jarðarberjasósu og borin fram með jarðarberjum....
Vegan mini pavlovur með karamellu, þeyttum hafrarjóma og berjum
Hvort sem þú velur að sneiða hjá dýraafurðum eða ert með ofnæmi eða óþol þá eru þessar vegan pavlovur svarið við marengs ástinni. Þær eru léttar, stökkar og Oatly hafrarjóminn gerir þær svo djúsí. Með ferskum berjum og vegan karamellusósu er þetta hinn fullkomni sumareftirréttur. Marengsinn er úr aquafaba eða kjúklingabaunasafa og lykilatriðið er að...
Vegan gulrótarköku muffins með pekanhnetum
Þessar muffins eru ótrúlega auðveldar og þægilegar. Þær eru vegan og henta því einnig mörgum með ofnæmi eða óþol. Það er hægt að frysta þær og taka út eftir þörfum og skella í nestisboxið. Í þeim eru pekanhnetur en það má skipta þeim út fyrir aðrar hnetur eða hreinlega bara sleppa þeim. Í kökunum er...
Vegan bollur með þeyttum hafrarjóma og hlynsíróps gljáa
Þessar bollur eru ofur einfaldar í gerð og taka ekki langan tíma. Ég set bæði malaðar kardimommur og kardimommudropa í deigið og finnst það gera mjög mikið. Ég pensla þær síðan með hlynsírópi og þá kemur fallegur gljái á þær auk þess sem þær verða enn betri á bragðið. Ég er hér með þrenns konar...
Dásamlega djúsí vegan aspasstykki
Þið kannist eflaust flest við aspasstykkin úr ónefndri bakarískeðju. Löðrandi ostur, aspas, skinka og krydd. Hér er ég búin að veganvæða þessa dásemd. Nota hér bestu vegan smurosta sem þú getur fengið, hlutlaust mat auðvitað! Oatly græni er með gúrku og hvítlauk og ég nota hann með Oatly pamacken sem er hreinn smurostur. Með nóg...
Kryddskúffa með rjómaostakremi – vegan uppskrift
Þessi kaka er tilbrigði við skúffukökur eins og við þekkjum þær nema hún er með dásamlegu kryddbragði og mýkri og blautari í sér. Þetta dásamlega rjómaosta krem er engu líkt! Svo mjúkt og flöffí og alveg án allra dýraafurða. Oatly rjómaosturinn gerir ótrúlega mikið og kremið passar ótrúlega vel á þessa köku. Það er svo...
Bragðmikil sætkartöflusúpa með hvítlauk og límónu
Já íslenska sumarið! Það er nú ekki alltaf tuttugu gráður og heiðskírt, því miður! Á köldum sumarkvöldum þegar við förum að skella okkur í föðurlandið, flíspeysuna og buffið og langar í eitthvað heitt og notalegt að borða í fortjaldinu, kallar þessi á mann. Það er hægt að gera hana fyrirfram og setja í brúsa eða...
Dásamlegir dökkir súkkulaði íspinnar
Þessir íspinnar eru líklega einir þeir bestu sem ég hef smakkað. Þeir eru virkilega einfaldir í gerð og eina sem er erfitt hérna er að bíða eftir því að þeir frjósi í gegn. Það skemmtilega vill svo til að þeir eru lífrænir og vegan og henta því einnig sérlega vel þeim sem hafa mjólkur- og...
Einföld appelsínukaka
Stundum þurfa góðar kökur bara alls ekki að vera flóknar né tímafrekar í gerð. Fólk er að koma í kaffi og þig langar kannski að vippa einhverju fram á mettíma? Þessi er án dýraafurða og hentar því vel þeim sem eru vegan eða óþol fyrir eggjum eða mjólk. Ég notaði í hana Oatly hafradrykk með...
- 1
- 2