Það eru til ýmsar skemmtilegar útgáfur af svona marengs jólatrjám eða pavlovutrjám eins og þau eru oft nefnd. Þau eru einfaldari en þau líta út fyrir og eru sérlega falleg á jólaborðinu. Fersk hindberjasósan og berin passa sérlega með vanillurjómanum og sætunni í marengsnum. Möndlukeimurinn af marengsnum gefur smá marsípanbragð sem gerir ótrúlega mikið og...
Recipe Tag: <span>rjómi</span>
Rice Krispies nammiterta með piparkúlum, Nóakroppi og lakkrískremi
Þessi kaka er ein sú rosalegasta í seinni tíð! Piparkúlurnar frá Nóa gegna hér veigamiklu hlutverki með Rice krispies morgunkorni en að viðbættum rjóma, Nóa kroppi og lakkrískremi verður þetta algjör bomba. Þessa þarf ekki að baka frekar en flestar Rice krispies kökur og er því fljótleg og þægileg. Hún passar sérlega vel á veisluborðið...
Lúxus vatnsdeigsbollur á þrjá vegu
Nú styttist í bolludaginn sem við mörg höldum hátíðlegan og það er bara ekkert að því að taka aðeins forskot á sæluna. Þetta árið gerði ég þrjár útgáfur sem eru hverri annarri betri. Fyllingarnar eru ólíkar en svo djúsí og góðar. Ég nota Örnu laktósafría rjómann á milli en senuþjófurinn er klárlega gríska jarðarberjajógúrtin með...
Krydduð rúlluterta með rjómakremi
Ég hef alltaf verið mjög hrifin af rúllutertum og elska að baka þær, það er nefnilega miklu einfaldara en maður skyldi halda. Yfirleitt er baksturstíminn mjög stuttur og þær eru fljótar að kólna svo það er hægt að fullklára þær á stuttum tíma. Þessi er tilbrigði við lagtertuna góðu en hún er léttari í sér...
Bragðmikil rjómalöguð mexíkósk grænmetissúpa
Nú er komið að súputímanum en ég finn að ég sæki frekar í matarmiklar súpur þegar haustið hellist yfir okkur. Hver lægðin á fætur annarri, rok, rigning og kertaljós. Þessi grænmetissúpa er af mexíkóskum ættum og ekki ósvipuð mexíkósku kjúklingasúpunni sem við þekkjum flest en það er smá tvist í þessari. Í hana set ég...
Ensk kókosterta með sultu og rabarbara jógúrtrjóma
Þessi kaka hefur verið í fjölskyldunni minni í áratugi en amma mín bakaði þessa köku mjög reglulega. Í minningunni var hún allavega alltaf til undir kökuhjálmi á eldhúsbekknum. Botnarnir eru þéttir og minna á enskar te kökur. Amma setti alltaf bara sultu en ég ákvað hérna að bæta við rabarbarajógúrtrjóma. En það er ágæt viðbót...
Fersk skyrkaka með lemon curd og bláberjum
Það fer fátt betur með bláberjum en sítrónur og hérna parast þetta saman í geggjuðum desert. Þessi skyrkaka er mjög einföld og frískleg og hentar sérlega vel í grillveislur t.d. Í kökuna nota ég Örnu Skyrið með bláberjum í botninum, það er alveg sérlega gott eitt og sér en hentar einnig í kökur sem þessar....
Banoffee marengsbomba á þremum hæðum
Ein af mínum uppáhalds kökum eða eftirréttum er Banoffee pie. Það er dásamleg blanda af kexbotni, karamellu, þeyttum rjóma, bönunum og smá rifið súkkulaði á toppinn. Mig langaði að prófa að gera einhvers konar marengsútgáfu af því og heppnaðist hún ótrúlega vel. Passar sérlega vel á veisluborðið og nú þegar páskarnir eru framundan og fermingar...
Vegan bollur með þeyttum hafrarjóma og hlynsíróps gljáa
Þessar bollur eru ofur einfaldar í gerð og taka ekki langan tíma. Ég set bæði malaðar kardimommur og kardimommudropa í deigið og finnst það gera mjög mikið. Ég pensla þær síðan með hlynsírópi og þá kemur fallegur gljái á þær auk þess sem þær verða enn betri á bragðið. Ég er hér með þrenns konar...
Hátíðlegur jólaís með marsípani, kokkteilberjum og súkkulaði
Það er einhver dásamleg nostalgía fólgin í marsípani og kokkteilberjum. Þessi jólin er ég búin að fara í marga hringi með eftirréttinn á aðfangadagskvöld. Alla klassísku og góðu eftirréttina, allra handa ísa og ég veit ekki hvað. En nú er ég með hamborgarhrygg en hann hef ég ekki haft á jólum í mörg ár. Það...
Hátíðleg sjávarréttasúpa með prosecco
Þessi súpa er ein af þeim sem hægt er að láta malla allan daginn og skella síðan sjávarfanginu út í rétt áður en hún er borin fram. Hún verður bara betri og betri því lengur sem hún fær að malla. Hún er alveg sérlega hátíðlegur og fallegur forréttur og alveg hægt að nota það grænmeti...
- 1
- 2