Lax í engifer og hvítlauksmarineringu með fetaostakartöflumús

Home / Lax í engifer og hvítlauksmarineringu með fetaostakartöflumús

Frábær fiskréttur sem vakti mikla lukku hjá fullorðna fólkinu sem og litlu grísunum mínum sem sleiktu diskana sína og báðu um meira. Kartöflumúsin er dásamlegt meðlæti með fetaosti og grillaðari papriku sem gefur réttinum skemmtilegan blæ. Upskriftina fann ég á vefnum http://kokkfood.blogspot.com/ en þar deilir Sigurrós Pálsdóttir ótrúlega girnilegum uppskriftum sem ég hvet ykkur til að skoða betur. Hér er á ferðinni hollur og góður réttur sem einfalt og fljótlegt er að útbúa.

IMG_8565

Lax í engifer og hvítlauksmarineringu með fetaostakartöflumús
fyrir 4
1 laxaflak (um 800 g)
5 msk hlynsýróp
70 ml vatn
1 msk engifer, rifinn
2 hvítlauksrif, pressuð
1 tsk rauðar piparflögur

  1. Setjið sýróp, vatn, engifer, hvítlauk og piparflögur saman í pott og hitið þar til þetta hefur blandast vel saman. Kælið lítillega.
  2. Setjið laxinn í ofnfast mót og hellið marineringunni yfir.
  3. Eldið í ofni við 200°c í 12-14 mín.
  4. Berið fram með fetaostakartöflumús og góðu salati.

Fetaostakartöflumús
500 g kartöflur
180 g smjör
1/2 tsk salt
mjólk eftir þörfum
100 g fetaostur
1 grilluð paprika, skorin í bita

  1. Skrældið kartöflurnar og sjóðið í söltu vatni í 20 mín eða þar til þær eru soðnar í gegn.
  2. Stappið þær og bætið smjöri og salti saman við. Smakkað til með mjólk þar til kartöflumúsin hefur náð æskilegri áferð.
  3. Blandið fetaosti og grillaðri papriku saman við.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.