Súkkulaði og kókoskaka með hindberjarjóma

Home / Súkkulaði og kókoskaka með hindberjarjóma

Hér er á ferðinni dásamleg súkkulaðikókoskakan með hindberjarjóma sem gleður bragðlaukana. Tilvalin…alltaf!

kaka

 

Súkkulaði og kókoskaka með hindberjarjóma
60 g dökkt súkkulaði, saxað smátt
70 g kakóduft
1 msk kaffi
180 ml heitt vatn
240 ml kókosmjólk, t.d. frá Blue dragon
180 hveiti
1 tsk lyftiduft
½ tsk natron
1 tsk salt
85 g smjör, bráðið
300 g sykur
2 egg, við stofuhita

 

Hindberjarjómi
200 g hindber
4 msk sykur
200 g marcapone
1 peli rjómi, þeyttur
3 tsk vanillusykur
börkur af 1 sítrónu, fínrifinn

 

  1. Setjið súkkulaði, kakóduft og kaffi í stóra skál sem þolir hita og hellið síðan heitu vatninu yfir. Látið standa í um 5 mínútur eða þar til súkkulaðið er bráðið. Blandið saman. Bætið síðan kókosmjólkinni saman við.
  2. Setjið hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt saman í aðra skál og blandið saman.
  3. Blandið því næst smjöri og sykri í 3 mínútur í enn aðra skál og blandið eggjunum saman við einu í einu og hrærið vel. Bætið síðan þurrefnunum varlega saman við og að lokum síðustu skálinni þar til allt er vel blandað saman. Setjið í smurt 24 cm form og bakið í 175°c heitum ofni í um 25 mínútur. Leyfið kökunni að kólna í um 10 mínútur og skerið hana síðan í tvennt þannig að þið hafið 2 botna.

Hindberjarjómi

  1. Hitið hindberin í potti ásamt smá sykri og stappið þau í mauk.
  2. Blandið mascapone, vanillusykri og sítrónuberki saman í skál. Setjið síðan þeytta rjómann varlega saman við.
  3. Setjið helminginn af rjómanum á milli botnanna og hinn helminginn ofaná.  Skreytið etv. með ferskum hindberjum.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.