Kjúklingur í ljúfri kókos- og kasjúhnetusósu

Home / Kjúklingur í ljúfri kókos- og kasjúhnetusósu

Þó það sé sumar er ágætt að gefa grillinu smá frí og þessi tælenski réttur sem hefur um leið smá indverskt yfirbragð er dásemdin ein. Rétturinn er mjög fljótlegur í gerð og ofureinfaldur en bragðið af kókoskasjúhnetusósunni er slíkt að það er eins og þið hafið verið að nostra við réttinn í margar klukkustundir. Njótið vel.

IMG_3385

 

Kjúklingur í kókos- og kasjúhnetusósu
4 Rose Poultry kjúklingabringur, skornar í strimla
1 laukur, saxaður
3 hvítlauksrif, söxuð
1 dl kókosmjöl
3 msk engifer, fínsaxað
1 rautt chilí, saxað (fræhreinsað ef þið viljið hafa minna sterkt)
1 tsk kanill
1 tsk cumin, ath ekki kúmen
1 tsk garam masala
100 g kasjúhnetur
4 dl vatn
1 dós kókosmjólk, t.d. frá Blue dragon
1 dl kjúklingasoð (eða 1 dl soðið vatn og 1 kjúklingateningur)
1 límóna
ólífuolía
salt og pipar

Meðlæti t.d. kóríander, kóríander og hrísgrjón

  1. Hitið 1 msk af olíu á pönnu og setjið lauk og hvítlauk út á pönnunna og steikið við meðalhita þar til laukurinn er orðinn gullinn.
  2. Setjið kókosmjöl, engifer, chilí, kanil, cumin, garam masala og helminginn af kasjúhnetunum út á pönnuna og steikið í um 1 mínútu.
  3. Setjið þá 4 dl af vatni og leyfið að malla í um 10 mínútur. Setjið þá kókosmjólkina saman við og og blandið vel saman.
  4. Setjið að lokum kjúklingakraftinn saman við sósuna og látið malla við vægan hita í um 5-10 mínútur. Saltið og piprið.
  5. Á meðan sósan mallar, steikið þá kjúklinginn á pönnu með 1 msk af olíu. Setjið safa úr 1 límónu og kjúklinginn út í sósuna og leyfið að malla í um 1 mínútu eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
  6. Bætið því næst hinum helminginum af kasjúhnetunum saman við sósuna.
  7. Berið fram með Basmati hrísgrjónum, söxuðu kóríander og límónubátum.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.