Bananaís með hnetusmjöri og oreomulningi

Home / Bananaís með hnetusmjöri og oreomulningi

Ein vinkona mín sagði við mig um daginn að það væri augljóst eftir að hafa rennt í gegnum matarbloggið hvaða hráefni væru í uppáhaldi hjá mér. Ég hafði nú ekki tekið eftir því sjálf en þegar hún benti mér á það var það augljóst..kannski einum of. Meðal þessara uppáhalds hráefna er hnetusmjör mjög ofarlega á listanum en það ætti að mínu mati að verða áttunda undur veraldar..neinei það munar ekki um það.

Heimagerður bananaís hefur slegið í gegn þá þeim sem hann hafa prufað enda svo dásamlega einfalt og fljótlegt að útbúa hann. Í raun er nóg að eiga frosna banana í frysti og þá er hægt að útbúa bragðgóðan ís þar sem hollustan er í fyrirrúmi. Hér er ein útgáfa af þessum ís og þar sem þessu áttunda undri veraldar (hnetusmjöri) og oreokexi sem er bætt saman við ísinn og MÆÓMÆ – þvílík dásemd!

IMG_8789
Hráefnin látin á pulse í matvinnsluvélinni
IMG_8793
Unnið þar til blandan hefur fengið sömu áferð og ís

IMG_8809
Bætið þá oreokexinu saman við

IMG_8817
Borðið og munið að njjjjjjóta

Bananaís með hnetusmjör og oreomulningi
3 þroskaðir bananar, skornir í bita og frosnir
60 ml mjólk (að eigin vali)
2 msk hnetusmjör
4-6 Oreokexkökur
1 tsk kakó  (má sleppa)

  1. Látið frosnu bananabitana, mjólkina, hnetusmjörið og kakóduft (ef þið notið það) í matvinnsluvél og stillið hana á pulse. Stoppið vélina af og til og skafið það sem fer út í hliðarnar niður. Leyfið vélinni að vinna vel og lengi eða þar til þetta hefur fengið rétta áferð.
  2. Látið kexkökurnar út í og látið vélina aftur á pulse í ca. 30 sek eða jafnvel skemur ef þið viljið hafa kexbitana í stærri kantinum.
  3. Borðið strax og njótið í botn!

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.