Hjá mér og mínum er júlí tími ferðalaganna. Fyrir þau langar mig alltaf að útbúa eitthvað ómótstæðilegt nesti svo ég þurfi ekki að súpa hveljur á meðan ég borða pullu með öllu. En í raunveruleikanum á ég 4 börn og má þakka fyrir að muna eftir að taka þau öll með þegar við leggjum af stað, þannig að ég ætla ekki einu sinni að reyna að þykjast vera með allt á hreinu þarna. Engu að síður að þá afrekaði ég að gera þetta frábæra baquette með kjúklingapestó, tómötum og mozzarella um daginn sem var fljótlegt og ferskt og virkilega bragðgott. Ég mæli með því að þið útbúið ykkar eigin basilpestó í salatið og samlokan verður enn betri.
Baquette með kjúklingapestó
2 kjúklingabringur, rifnar niður
1/2 bolli basilpestó
1/4 bolli grísk jógúrt
salt og pipar
1 baquette, léttristað og skorið í 3-4 hluta
klettasalat
tómatar, sneiddir
2 kúlur mozzarellaostur, skorinn í sneiðar
Aðferð
- Blandið saman í skál kjúklingi, pestó og grískri jógúrt. Saltið og piprið eftir smekk.
- Raðið á brauðið klettasalati, tómötum, mozzarellaosti og kjúklingapestói.
Leave a Reply