Krakkavæni kornflexkjúklingurinn

Home / Krakkavæni kornflexkjúklingurinn

Þessa uppskrift rakst ég á þegar ég var að leita að uppskrift sem hentaði öllum aldurshópum en væri um leið extra barnvæn. Kornflexkjúklingurinn er mildur á bragðið og stökkur. Hann er ótrúlega einfaldur, inniheldur aðeins 5 hráefni og bragðið kemur svo sannarlega skemmtilega á óvart.  Í stað kjúklings er svo tilvalið að nota fisk eins og t.d. ýsu. Ég er ekkert að ýkja þegar að ég segi að þessi slær í gegn hjá öllum!

2013-02-09 18.01.14-3Framúrskarandi góð og einföld kvöldmáltíð

2013-02-09 17.06.41Kjúklingurinn húðaður í sýrðum rjóma

2013-02-09 17.08.05Kornflex mulið og kryddað með ítölsku kryddi

2013-02-09 17.10.19Kjúklingur húðaður í kornflexblöndunni

2013-02-09 17.15.02Sett í ofnfast mót

2013-02-09 18.01.33-2Borðað og notið!

Kornflexkjúklingur
4 kjúklingabringur
1 dós sýrður rjómi
2 bollar mulið kornflex
1 msk ítalskt krydd (ég notaði ítalskt pastakrydd frá pottagöldrum)
1 msk brætt smjör

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 175°c.
  2. Látið bringurnar og sýrða rjómann í poka og blandið vel saman.
  3. Látið mulið kornflexið og kryddið á disk og blandið vel saman.
  4. Dýfið kjúklinginum húðuðum sýrða rjómanum í kornflexið og látið það hylja allan kjúklinginn.
  5. Látið kjúklinginn ofnfast mót sem hefur verið penslað lítillega með olíu.
  6. Hellið smjörinu yfir kjúklingabringurnar.
  7. Látið í ofninn og eldið í um 1 klukkustund.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.