Frábær kjúklingaréttur sem er einfalt að útbúa og slær í gegn jafnt hjá ungum sem öldnum. Einn af uppáhalds réttum barnanna og það eru sko aldrei afgangar þegar hann er á boðstólnum. Sérstaklega gott að bera hann fram með hrísgrjónum, salati og góðu hvítlauksbrauði.
BBQ kjúklingur
4 kjúklingabringur eða kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry
1 dl BBQ sósa
1/2 dl soyasósa, t.d. frá Blue dragon
1 dl rjómi
1 dl púðursykur
1 dl apríkósusulta/marmelaði
- Raðið kjúklingabitunum í eldfast mót.
- Setjið hin hráefnin í pott og hitið. Hellið síðan yfir kjúklinginn.
- Setjið inn í 200°c heitan ofn í um 30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
Gott er að bera þennan fram með hrísgrjónum, salati og góðu hvítlauksbrauði.
Leave a Reply