Bismarck bollakökur
Bismarck bollakökur

Innihaldslýsing

1 bolli hveiti, ég notaði Kornax rautt
½ b sykur
¼ b púðursykur
3 msk kakó
½ tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
½ tsk sjávarsalt
1 egg
1/3 b jurtaolía
½ b AB mjólk frá Mjólku
1 tsk piparmyntudropar
1 tsk vanilludropar
1/3 b soðið vatn
Þessar bollakökur eru dúnmjúkar og uppskriftin er ekkert sérlega stór en grunnurinn er súkkulaðiköku /skúffukökuuppskrift sem ég nota í nánast allar súkkulaðikökur. Ótrúlega einföld einnar skálar uppskrift.

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 175°C.
2.Setjið þurrefni saman í skál og hrærið með sleif. Bætið eggi, ab mjólk, olíu og dropum saman við og hrærið. Mikilvægt að hræra áður en heita vatnið er sett út í svo við sjóðum ekki eggið.
3.Setijð vatnið út í og hrærið vel með sleifinni.
4.Skiptið deiginu í 12 meðalstór bollakökuform sem sett hafa verið í bollakökubakka
5.Bakið í 20 mín. Kælið á grind.
6.Aðferð við kremið:
7.Byrjið á að þeyta smjörið.
8.Bætið restinni af innihaldsefnunum út í og þeytið mjög vel. Og síðan þeytið ennþá meira!
9.Ég notaði 1M stútinn frá Wilton og rauðan piparkökuglassúr. Ég tók einnota sprautupoka og byrjaði á því að sprauta piparkökuglassúrnum innan á pokann. Smyrjið svo kreminu ofan í pokann og snúið upp á endann.
10.Sprautið rósum eða því sem þið viljið ofan á kökurnar.
11.Skreytið með muldum bismarck brjóstsykri ef vill

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.