Ef þú ættir aðeins eina kjúklingauppskrift þá myndir þú eflaust vilja að það væri uppskrift sem slær alltaf í gegn og þú gætir borðað alla virka dag en gætir jafnframt boðið upp á í fínu matarboði fyrir forsetann. Tadararaaaaa…leitið ei lengra – uppskriftin er þessi dásemdar kjúklingur sem er svo safaríkur að hann næstum bráðnar í munni.
Leyndardómurinn að þessari uppskrift liggur í þessari ofureinföldu og fersku marineringu. Hér eins og ávallt gildir að eftir því sem þið hafið meiri tíma fyrir marineringuna því betri og bragðmeiri verður kjúklingurinn. Að því sögðu höfum við nú alveg gert þessa uppskrift í flýti og viti menn, samt frábær. Njótið vel!
Eina uppskriftin sem þú þarft að kunna
Kjúklingurinn góði hér í kjúklingasalati
Himneskt alveg hreint!
Eina kjúklingauppskriftin sem þú þarft að kunna
4-6 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry sem fást frosnar í flestum matvöruverslunum
Marinering
60 ml soyasósa, t.d. Blue dragon dark soy sauce
60 ml balsamik edik
2 msk ólífuolía
2 msk púðusykur
1 msk worcestershire sósa
1 msk dijon sinnep
1 tsk timían, þurrkað
3 hvítlauksrif, söxuð
safi úr 1 límónu (lime)
handfylli af ferskri steinselju
salt og pipar
- Blandið öllum hráefnum fyrir marineringuna vel saman í skál. Bætið kjúklingabringunum saman við og látið liggja helst í klukkutíma eða ef þið eruð tímanleg í allt að sólahring.
- Takið kjúklinginn úr marineringunni grillið þær í 5-8 mínútur á hvorri hlið eða þar til kjúklingabringurnar eru fulleldaðar. Takið af grillinu og berið strax fram með góðu salati.
Leave a Reply