Múslíbitar sem eru tilbúnir á stuttri stundu, en þeir eru frábærir sem hollt millimál og innihalda meðal annars hnetusmjör, ristaðar möndlur og í raun því sem hugur ykkar girnist hverju sinni. Þessir klikka ekki!
Múslíbitar með hnetusmjöri og ristuðum möndlum
170 g döðlur, steinlausar
85 g hunang
65 g hnetusmjör
1 bolli ristaðar möndlur, gróflega saxaðar
120 g tröllahafrar
- Maukið döðlurnar í matvinnsluvél þar til þær eru orðnar að eins konar deigi. Ristið tröllahafrana í ofni við 170°c hita í um 15 mínútur eða þar til þeir eru orðnir gylltir á lit. Setjið þá ásamt möndlum og döðlum í skál og takið til hliðar. Hér má bæta við rúsínum, trönuberjum, fræjum eða öðru sem hugurinn girnist.
- Hitið hunang og hnetusmjör saman í pott við lágan hita og bræðið. Hellið síðan blöndunni yfir hafrablönduna og blandið mjög vel saman.
- Setjið í form (ca. 20×20) hulið með plastfilmu eða smjörpappír. Þrýstið blöndunni þétt niður og setjið inn í frysti í um 20 mínútur eða þar til blandan hefur harðnað.
- Skerið niður í bita og geymið í loftþéttum umbúðum. Gott er að geyma bitana í frysti þá endast þeir lengur.
Leave a Reply