Fræhrökkbrauðið góða

Home / Fræhrökkbrauðið góða

Hér er góð útgáfa af þessu sívinsæla, holla og næringarríka fræhrökkbrauði sesm tilvalið er að hafa sem snarl yfir daginn eða bjóða upp á í saumaklúbbnum. Vekur ávallt lukku!

supa-19 supa-18

Fræhrökkbrauð
½ dl sólblómafræ
½ dl sesamfræ
3/4 dl hörfræ
½ dl graskersfræ
½ tsk salt
1 dl maizenamjöl
½ dl matarolía
1 ½ dl sjóðandi vatn

  1. Blandið saman sólblómafræjum, sesamfræjum, hörfræjum, graskersfræjum, salti og maizenamjöli í skál. Hellið rapsolíu og sjóðandi vatni yfir og hrærið saman. Látið blönduna bíða í örfáar mínútur og hellið svo grautnum á bökunarpappírsklædda ofnskúffu.
  2. Breiðið þunnt út og stráið maldonsalti (eða öðru grófu salti) yfir.
  3. Bakið við 150° í 1 klst. Slökkvið á ofninum og látið fræhrökkbrauðið standa áfram í ofninum í 15 mínútur. Takið út úr ofninum og látið kólna. Brjótið eða skerið meðan það er enn heitt í passlega stóra bita.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.