Uppskriftin af þessum fylltu lambafillet birtist í Árbæjarblaðinu fyrr í vor en í því blaði má oft finna ansi girnilegar uppskriftir frá matgæðingum búsetta í Árbænum. Það voru þau Halldór Már Sæmundsson og Hrund Pálmadóttir sem gáfu lesendum þessa uppskrift sem ég mátti til með að prufa og óhætt að segja að rétturinn hafi slegið í gegn hjá öllum fjölskyldumeðlimum.
Upprunarlega uppskritin er nú reyndar með Halloumi osti en hann var illfáanlegur á þeim tíma sem ég gerði þennan rétt þannig að eftir fjórar búðaferðir gafst ég upp og keypti mozzarella. Varð ekki fyrir vonbrigðum með það en forvitnilegt að prufa sömu uppskrift með Halloumi. Njótið vel og eigið dásamlega helgi.
Fyllt lambafillet með myntu, döðlum og mozzarellaosti
Lambafillet (eitt stk á mann)
Ólífuolía
2-3 döðlur á hvert fillet
Mozzarellaostur (eða Halloumi ostur)
Mynta, fersk (mætti nota basilíku í staðinn)
Salt
Pipar
- Gerið gat endanna á milli í hverju stykki, alveg að miðju, rúmlega fingurbreidd.
- Skerið döðlurnar í 3-4 bita og skerið ostinn einnig niður í bita. Setjið fyllinguna í með því að setja döðlur, myntu og ost til skiptis. Nuddið því næst kjötið með olíu og kryddi að eigin smekk.
- Steikið á heitri pönnu í 2 mínútur á hvorri hlið og setjið því næst inn í 180°c heitan ofn í 5-10 mínútur.
Sósa
250 ml grænmetissoð (eða heitt vatn og 1-2 grænmetisteningar)
Skvetta af hvítvíni, hér gildir more is more :)
5-10 döðlur
smjörklípaLátið döðlurnar malla í smástund í grænmetissoðinu. Þegar döðlurnar eru farnar að mýkjast maukið þá með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Bætið því næst smjöri saman við. Saltið og piprið og smakkið sósuna til.
Leave a Reply