Innihaldslýsing

Þorskur (Best að miðast við hnakka) 1,2 kg
Kryddhúsið (Hafið bláa) 2 Msk.
Kryddhúsið (Asískt fiskikrydd) 2 Msk.
Kryddhúsið (Sítrónupipar) 1 Msk.
Ólífu olía 1 Bolli
Hvítlaukur
Fetaostur 1 stór krukka
Fersk Steinselja 20 gr.
Brauðrasp 3/4 Bolli
Grænar ólífur 10 stk
Sítróna
Salt og pipar eftir smekk
Við Matarmenn erum mikið fyrir fiskrétti en þessi fer klárlega á lista yfir top 3 bestu. Ferskur fiskur með ferskum hráefum er blanda sem getur einfaldlega ekki klikkað. Þið verðið svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með þessa uppskrift að vopni. Við mælum með því að versla fiskinn eins ferskan og hugsast getur, það einfaldlega tekur...

Leiðbeiningar

1.Leggið fiskinn í bakka
2.Blandið saman ,,Kryddhús'' kryddunum ásamt olíu og hvítlauk í skál og hrærið
3.Leyfið kryddblöndunni að standa í ca 30 mínútur
4.Í blandara setjið þið Fetaost, Steinselju, Brauðrasp, Ólífur og 3 hvítlauksgeira
5.Pestó blönduna geymið þið til hliðar
6.Nú takið þið kryddblönduna og penslið yfir fiskinn og leyfið honum að marenerast í 20+ mínútur
7.Kveikið á grillinu og leyfið því að hitna upp í 250°C
8.Leggið því næst fiskinn á grillplanka eða álbakka (Roðið niður)
9.Sítrónan er sett undir roðið og pestóinu dreift yfir fiskbitana
10.Eldist í ca 10 mínútur (Allt í lagi að fara með varlega með gaffli og sjá hvort miðjan sé elduð)

Við Matarmenn erum mikið fyrir fiskrétti en þessi fer klárlega á lista yfir top 3 bestu. Ferskur fiskur með ferskum hráefum er blanda sem getur einfaldlega ekki klikkað. Þið verðið svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með þessa uppskrift að vopni. Við mælum með því að versla fiskinn eins ferskan og hugsast getur, það einfaldlega tekur diskinn á hærra plan. Njótið í botn og það er alltaf gaman þegar þið gerið @Matarmenn svo við getum fylgst með ykkur elda uppskriftirnar okkar :)

 

Hugmyndir að meðlæti

  • Rótargrænmeti í ofni
  • Grillað smjörgrasker
  • Sætar kartöflur
  • Grillaður aspas

 

Hægt er að fylgjast með matarmönnum á Instagram undir @Matarmenn

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.