Ég hef áður komið með færslu þar sem ég hef dásamað dukkah. Hvort sem þið kaupið það út í búð eða búið það til sjálf skiptir ekki öllu en það má endalaust leika sér með þetta og prufa með hinum ýmsum mat. Ég birti um daginn uppskrift að dukkah lax en nú ætla ég að koma með uppskrift að hægelduðu lambalæri með dukkah sem er svo mjúkt og safaríkt að það bráðnar í munni.
Hægeldað dukkah lamb
1 lambalæri, rúm 2 kg.
olía
dukkah
sjávarsalt
pipar
Aðferð
- Berið olíu á lærið og stráið því næst vel af dukkah yfir það. Saltið og piprið.
- Látið lambalærið inn í 80°c heitan ofn og eldið í lokuðu fati í um 6-7 tíma.
- Hækkið hitann í 210°c síðustu 10 mínúturnar, takið lokið af og látið á grill til að fitan verði stökk.Athugið að best er að nota kjöthitamælir til að fylgjast með að lambalærið sé rétt eldað. Til að fá læri sem er safaríkt en dáldið bleikt í miðju ætti kjarnahitinn að vera í kringum 60-65°c. Ef þið viljið að lærið sé vel steikt ætti kjarnahitinn að vera í kringum 70-75°c.
Leave a Reply