Yndislegt heilsubrauð stútfullt af hollustu og ofureinfalt í gerð.
Heilsubrauð
7dl spelt, gróft
3 tsk vínsteinslyftiduft
½ – 1 tsk salt
½ dl sólblómafræ
½ dl graskersfræ
½ dl furuhnetur
1 dl döðlur, gróflega saxaðar
½ dl rúsínur
2 1/2 dl létt AB mjólk
2 ½ dl heitt vatn (ath. ekki sjóðandi)
- Blandið spelti, salti og lyftidufti varlega með sleif. Bætið því næst fræjum og döðlum út í ásamt vatni og AB mjólk þar til deigið er orðið mátulega þykkt. Deigið á að vera eins og þykkur grautur. Setið það því næst í brauðform.
- Skerið raufar í yfirborðið og stráið sólblóma eða sesamfræjum yfir áður en sett inn í ofn. Bakað við 180-200 g í um 1 klst.
Leave a Reply