Heimagert og hollt kókosnammi

Home / Heimagert og hollt kókosnammi

Dökkt súkkulaði, kókos og enginn hvítur sykur!!! Ef þú elskar súkkulaði og kókos þá er þetta uppskriftin  fyrir þig. Þessi kemur úr uppskriftarflokki hráfæðisins og er hreint delissíjús. Það er sífellt að aukast hjá mér baksturinn úr þessum flokki og ótrúlega margar spennandi uppskriftir sem þaðan koma. Kosturinn við eftirréttina og kökurnar úr hráfæðiflokknum  fyrir utan góða næringu er það er svo ótrúlega fljótlegt og einfalt að henda í eins og eina köku og á allra færi. Það er frábært að eiga þessar í kæli eða frysti og narta í á dögum þegar að löngunin í eitthvað sætt er gjörsamlega að drepa mann. Eigum við svo að ræða hvað þetta er sjúúúúklega gott!

Kókosnammið
4 bollar kókosmjöl
1/2 bolli kókosolía, í fljótandi formi
4 msk agave sýróp

Súkkulaðiðhúðun
1 1/2 bolli 70% súkkulaði
1 tsk vanilludropar
1 msk kókosolía

Aðferð

  1. Blandið kókosmjöli, kókosolíu og agavesýrópi í matvinnsluvél og blandið saman í um 2 mínútur. Athugið að hér er mikilvægt að olían sé í fljótandi formi annars blandast þetta ekki saman. Hnoðið með höndunum og þrýstið í form (t.d. stórt brauðform) með smjörpappír. Látið í kæli eða frysti og geymið þar til kókosmassinn er orðinn þéttur.
  2. Látið  súkkulaðið, vanilludropana og kókosolíu í pott og bræðið við lágan hita.
  3. Skerið kókosmassann í bita og dýfið í súkkulaðið.
  4. Já ég veit..dásamlegt!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.