Heimsendi Bistro á Patreksfirði

Home / Heimsendi Bistro á Patreksfirði

IMG_2834

Heimsendi á Patreksfirði

Nýlega lá leið mín á Vestfirði þar sem ég átti gott frí með fjölskyldunni. Þar skoðaði ég náttúruundur eins og hinn fagra Rauðasand, stórfenglegt Látrabjarg, baðaði mig í Pollinum á Tálknafirði og naut ferðalagsins til hins ítrasta.

Stór hluti af góðri ferðaupplifun er að mínu mati að gæða mér á góðum mat og á  Patreksfirði borðaði ég á eftirminnilegum veitingastað sem ber heitið Heimsendi sem ég get svo sannarlega mælt með.

IMG_2841

Þetta fallega málverk prýðir vegg staðarins

Heimsendi er fallega hannaður og fjölskylduvænn veitingastaður með krúttlegu leikhorni fyrir yngstu kynslóðina, sem getur verið kærkomið fyrir foreldrana. Þegar maður kemur inn á staðinn mæti manni hlýlegt viðmót starfsfólks sem vildi allt fyrir mann gera og það með bros á vör. En þar stoppa ekki meðmælin því við eigum eftir að fjalla um matinn og á Heimsenda er hann algjörlega framúrskarandi.

IMG_2864

Reykt andabringa 

Við áttum í stökustu vandræðum með að velja okkur rétti því það var svo margt sem kallaði á mann, en ætli það flokkist ekki undir lúxusvandamál. Með góðri aðstoð frá starfsfólkinu tókst okkur hinsvegar að velja rétti sem við vorum spennt að prufa.

Í forrétt fengum við okkur reykta önd með Grand Mariner döðlumauki, pekanhnetum, sætkartöflumús og anís-appelsínusósu og reyktan og grafinn silung frá Tálknafirði með brauði og sinnepssósu. Báðir afburðar góðir réttir. Myndi hiklaust panta báða réttina aftur.

IMG_2884

Lungnamjúkt lambafillet

IMG_2900

Pönnusteikt lúða

Í aðalrétt varð lambafillet fyrir valinu með smjörsteiktum sveppum, léttristuðu rótargrænmeti, kartöflum og bernaise. Kjötið hreinlega bráðnaði í munni og sjaldan sem maður fær svona fullkomlega vel eldað lamb.  Við völdum okkur einni einnig pönnusteikta lúðu með parmasenhjúpi, borna fram með léttristuðu kartöflusalati, grænmeti og hvítlauksmajonesi. Enn einn rétturinn sem ég mæli óhikað með, enda fátt betra en að fá sér nýveiddan fisk eldaðan eftir kúnstum kokksins.

Góður hamborgari slær alltaf í gegn og svei mér þá ef Bessaborgarinn náði ekki að toppa alla aðra hamborgara sem ég hef fengið á veitingastöðum, að minnsta kosti leið mér þannig þá, en hann var með piparosti, tómötum, beikoni, papriku og piparrótasósu.

IMG_2918

Djúpsteikt skyr – dásemdin ein

IMG_2908

Ís í súkkulaðihjúp með heitri karamellusósu

Það er oft sagt að eftirréttur setji punktinn yfir i-ið á góðri máltíð og hér á það vel við. Það er næstum því guðlast að heimsækja Heimsenda án þess að bragða á djúpsteikta Skyrinu, já þið lásuð rétt og súkkulaðihúðuðu ískúlunni með heitri karamellusósu. Þvílíkur endir á stórgóðri veitingahúsaupplifun.

Samantekt
Heimsendi allt sem góður veitingastaður þarf að hafa. Hann er staðsettur á fallegum stað í gömlu heillandi húsi, starfsfólkið er vingjarnlegt og vill allt fyrir mann gera, hráefnin eru fersk og í hæsta gæðaflokki og maturinn litríkur, eldaður á frumlegan hátt. Hér líður öllum vel. Staðurinn er þéttsetinn alla daga og því kannski skynsamlegt að panta borð áður en mætt er á svæðið. Heimsendi fær okkar bestu meðmæli og mælum með því að þið farið ekki út af staðnum án þess að fá ykkur djúpsteikt Skyr og súkkulaðihúðuðu ískúluna….nammi namm!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.