Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort það sé hægt að gera súkkulaðiköku úr hráfæðulínunni sem er alveg jafn himnesk og þær sem við eigum að venjast. Í dag fékk ég svarið, ójáháá það er sko hægt. Þessi súkkulaðikaka sannar það enda er hún hreint út sagt dásamleg á bragðið og það besta er að hún er meinholl.
Með kökunni er uppskrift að hollu en ólýsanlega góðu hráfæði súkkulaðikremi. Einfaldari og fljótlegri í framkvæmd verður kökuuppskrift ekki og athugið hana þarf ekkert að baka!! Þessa verðið þið að prufa og munið að látið mig vita hvernig ykkur líkaði.
Yndisleg súkkulaðikaka
Hráfæði súkkulaðikakan
1 1/2 bolli valhnetur
1 1/2 bolli pekanhnetur
1 1/2 bolli döðlur,steinalausar
1 1/2 bolli rúsínur
6 msk kakó
2 tsk vanilludropar
Aðferð
- Látið allar hneturnar í matvinnsluvél og blandið vel saman eða þar til þetta er orðið eins og gróft mjöl.
- Bætið afgangi af hráefnunum í blandarann og blandið þar til þetta er orðið að deigkúlu með engum stórum bitum í.
- Mótið kökuna.
- Gerið seiðandi súkkulaðikremið.
Seiðandi súkkulaðikrem
1 bolli döðlur,steinalausar
1/4 bolli kakó
1/4 bolli kókosolía
3/4 bolli vatn
Aðferð
- Látið öll hráefnin í blandarann.
- Blandið saman á lágum styrk í upphafi en stillið svo á hæðsta styrk í dágóða stund. Það er gott að slökkva á honum og skafa með sleif meðfram hliðunum og halda síðan áfram.
- Seiðandi súkkulaðikremið er tilbúið þegar að engir bitar eru eftir af döðlunum.
- Hellið yfir kökuna og berið fram með t.d. rjóma eða ís.
Leave a Reply