Hollar Rolo kúlur

Home / Hollar Rolo kúlur

Hver kannast ekki við Rolo bitana góðu? Hér koma þeir í hollari búningi þar sem karmellan er gerð úr döðlum og hnetusmjöri og kúlunum síðan dýft í dökkt súkkulaði blandað með kókosolíu. Hreint út sagt dásamlegar kúlur til að eiga í kæli nú eða bara borða strax..ommnommm!

IMG_9677

IMG_9695

Hollar Rolo kúlur
Gerir um 16-18 stk
200 g döðlur, steinlausar og mjúkar
½ msk hnetusmjör
hnífsoddur sjávarsalt
200 g Konsum suðusúkkulaðidropar, dökkir
1 tsk kókosolía

  1. Setjið döðlur og hnetusmjör í matvinnsluvél og blandið þar til það er orðið að mauki.Kælið maukið í frysti í um 10 mínútur og mótið síðan í litlar kúlur. Setjið því næst kúlurnar í frysti í aðrar 10 mínútur.
  2. Bræðið súkkulaði og kókosolíu saman og dýfið kúlunum í súkkulaðið. Setjið á smörpappír og leyfið súkkulaðinu að harðna. Geymið í kæli eða frysti og laumist í eina og eina eftir löngun.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.