Þessar dásamlega uppskrift af karamellukúlum með salthnetufyllingu kemur frá henni Önnu Rut okkar og innihalda einungis þrjú hráefni, eru ofureinfaldar í gerð og bragðast dásamlega.
Hollar Snickerskúlur
20 steinlausar döðlur, t.d. frá Himneskri hollustu
1 bolli salthnetur
150g dökkt súkkulaði, t.d. Konsum suðusúkkulaði frá Nóa Síríus
- Látið döðlurnar liggja í bleyti í köldu vatni í hálftíma, eða í 2 mínútur í sjóðandi vatni ef ykkur liggur á.
- Hellið vatninu af döðlunum og setjið þær í matvinnsluvél eða blandara og maukið þar til þær verða að mjúkri karamellu.
- Setjið helminginn af salthnetunum út í döðlumaukið og maukið þar til ekki eru mjög stórir bitar eftir af hnetunum.
- Grófsaxið hinn helminginn af hnetunum og hrærið saman við karamellublönduna með sleif.
- Búið til kúlur úr karamellunni með höndunum, best er að setja smá kókosolíu á hendurnar svo karamellan festist ekki við þær.
- Setjið karamellurnar inn í ísskáp og kælið þær örlítið.
- Bræðið súkkulaðið, hjúpið karamellurnar og látið þær á smjörpappír á meðan súkkulaðið harðnar.
Leave a Reply