Kjúklingaréttur með hnetusmjörsósu

Home / Kjúklingaréttur með hnetusmjörsósu

Ummmm!
Ég fékk góða gesti í heimsókn um daginn. Þar bauð ég upp á þennan dýrindis kjúklingarétt með sósu sem er að mínu mati æðri öllum öðrum sósum sem ég hef bragðað. Gestirnir sleiktu diskinn þegar ég sá ekki til og ég sleikti diskinn þegar að þeir sáu ekki til. Meðmælin gerast ekki betri en það. Ég bar réttinn fram með rótargrænmeti og naan brauði sem smellpassaði saman en hrísgrjón passa eflaust líka þrusuvel.

Uppskriftin nær á topp 10 ef ekki topp 5 með einfaldleika sínum og ólýsanlega góðri sósu. Það þarf ekkert að ræða þetta frekar – gerið þennan – þakkið mér síðar!

 

IMG_6557

IMG_6564

 

Kjúklingaréttur með hnetusmjörsósu

4 kjúklingabringur
2 msk engifer, rifið
1 msk hvítlaukur, pressaður
125 g hnetusmjör, mjúkt
60 ml hrísgrjónaedik (rice vinegar)
2 msk soyasósa
1 tsk rautt karrý paste
3 msk fljótandi kjúklingakraftur ( eða 1 teningur og 3 msk vatn)
240 ml kókosmjólk
kóríander

  1. Látið engifer, hvítlauk, hnetusmjör, hrísgrjónaedik, soyasósu, rautt karrý og kjúklingakraft í matvinnsluvél og blandið vel saman. Smakkið og bætið við rauðu karrý ef þið viljið hafa sósuna bragðsterkari.
  2. Kryddið kjúklinginn með pipar og steikið bringurnar á pönnu með olíu í um 3-4 mínútur á hvorri hlið, eða þar til hann er eldaður í gegn. Takið hann þá af pönnunni, látið á disk og haldið hita með álpappír yfir.
  3. Lækkið hitann á pönnunni og hellið kókosmjólkinni út á pönnuna og skrapið kjötið á botninum á pönnunni og blandið saman við kókosmjólkina. Hellið hnetusmjörsblöndunni síðan saman við og hitið í 2-3 mínútur. Bætið kóríander út í og hellið sósunni yfir kjúklingabringurnar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.