Fyrir aðdáendur jólaglöggsins er hér kominn réttur sem gælir við bragðlaukana en það er kjúklingaréttur með mozzarella og ferskri basilíku í dásamlegri glöggsósu sem er nýji uppáhalds rétturinn okkar! Sé ekki til jólaglögg má að sjálfsögðu notast við rauðvín. Einfaldur og mun örugglega slá í gegn. Njótið!
Rauðvínið Las Moras, Malbec passar vel með þessum
125 g mozzarella
1/2 búnt basilíka
1/2 búnt basilíka
8 sneiðar beikon
1 box 5% sýrður rjómi, t.d. frá Mjólka
1 dl jólaglögg (eða rauðvín)
1/2 – 1 dl rjómi
1/2 – 1 dl rjómi
2 msk Blue dragon soyasósa,
salt og pipar
- Skerið mozzarellaost í sneiðar.
- Léttsteikið beikonið og skerið í litla bita.
- Saltið og piprið kjúklinginn og setjið í ofnfast mót.
- Raðið ferskri basilíku yfir kjúklinginn og þá mozzarellaosti. Setjið beikonið saman við.
- Hrærið sýrðan rjóma, jólaglögg og soyasósu saman og þynnið sósuna með rjóma.
- Hellið yfir allt og setjið í 225°c heitan ofn í um 30 mínútur.
Leave a Reply