Þessa uppskrift sá ég á matarblogginu RecipeTinEats og verandi aðdáandi tælenskra eldamennsku uni ég ekki fyrr en ég hafði prufað þetta. Það er óhætt að segja að þetta salat hafi staðið undir væntingum og vel það. Núðlur, grænmeti, kjúklingur og ómótstæðileg Satay dressing. Nomms!
Núðlusalat eins og það gerist best
Satay salat með kjúklingi og eggjanúðlum
Dressing
1/4 bolli hnetusmjör, mjúkt
1/4 bolli hnetusmjör, mjúkt
1 hvítlauksrif, pressað
1 msk sesamolía, t.d. Blue dragon Sesam oil
1 msk sesamolía, t.d. Blue dragon Sesam oil
2 msk soyasósa, t.d. Blue dragon Dark soy sauce
2 tsk púðusykur
1 1/2 msk sriracha sósa
2 msk límónusafi
6 msk kókosmjólk, t.d. Blue dragon Coconut milk
2 msk vatn
1/4 tsk salt
2 msk límónusafi
6 msk kókosmjólk, t.d. Blue dragon Coconut milk
2 msk vatn
1/4 tsk salt
Salatið
300 g eggjanúðlur
2 bollar ferskt rauðkál, skorið í þunnar sneiðar
2 bollar iceberg, skorið í þunnar sneiðar
2 gulrætur, smátt skornar
1/4 tsk salt
2 -3 vorlaukar, smátt skornir
1 rautt chilí, smátt skorið
2 bollar ferskt rauðkál, skorið í þunnar sneiðar
2 bollar iceberg, skorið í þunnar sneiðar
2 gulrætur, smátt skornar
1/4 tsk salt
2 -3 vorlaukar, smátt skornir
1 rautt chilí, smátt skorið
Satay kjúklingur
350 g kjúklingalundir, t.d. frá Rose Poultry
salt og pipar
1 1/2 tsk karrý
2 tsk ketcap manis (sæt soyasósa)
1 msk olía, t.d. frá Filippo Berio
350 g kjúklingalundir, t.d. frá Rose Poultry
salt og pipar
1 1/2 tsk karrý
2 tsk ketcap manis (sæt soyasósa)
1 msk olía, t.d. frá Filippo Berio
Meðlæti
3 msk salthnetur, saxaðar
3 msk salthnetur, saxaðar
- Blandið öllum hráefnum fyrir dressinguna saman í skál eða matvinnsluvél og blandið vel saman.
- Sjóðið pastað skv. leiðbeiningum á pakkingu.
- Setjið kál og gulrætur saman í skál. Setjið 1/4 tsk af salti saman við og geymið.
- Setjið öll hráefnin fyrir Satay kjúklinginn að olíunni undanskilinni saman í skál og blandið vel saman.
- Hitið olíu á pönnu við háan hita. Bætið kjúklingi saman við og eldið þar til kjúklingurinn er orðinn gullinn á lit og steiktur í gegn.
- Blandið núðlum og salati saman við kjúklinginn og berið fram með dressingunni. Auðvitað má hella henni saman við en mér finnst best að bera hana fram með salatinu þannig að hver og einn geti stjórnað magni að eigin smekk.
- Berið fram og njótið.
Leave a Reply