Kjúklingur í basil rjómasósu

Home / Kjúklingur í basil rjómasósu

Þessi skemmtilegi kjúklingaréttur var gerður hérna eitt kvöldið og vakti mikla lukku. Sósan er hér í algjöru aðalhlutverki með keim af basil, rjóma og sólþurrkuðum tómötum. Réttinn tekur ekki langan tíma að gera, en útkoman er sannkallaður veislumatur.

2013-04-12 19.01.57

Kjúklingur í basil rjómasósu
1/2 bolli mjólk
1/2 bolli brauðrasp (eða 2 vel ristaðar brauðsneiðar settar í matvinnsluvél)
4 kjúklingabringur
3 msk smjör
1 -2 hvítlaukrif, pressuð
1/2 bolli kjúklingakraftur (eða 1/2 bolli vatn og 1 kjúklingateningur)
1 1/2 bolli rjómi
1/2 bolli sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
1/2 bolli parmesan ostur, rifinn
1/2 búnt fersk basilíka, söxuð
svartur pipar

Aðferð

  1. Látið brauðraspið í eina skál og mjólkina í aðra.
  2. Ef bringurnar eru þykkar, skerið þær í tvennt langsum.
  3. Hitið smjörið á pönnu. Dýfið kjúklingabringunum í mjólkina fyrst og síðan í brauðraspið. Steikið því næst kjúklingabringurnar á pönnunni þar til fulleldaðar. Takið þær þá af pönnunni og haldið þeim heitum.
  4. Látið hvítlaukinn á pönnuna og léttsteikið hann í um 30 sek. við meðalhita. Bætið kjúklingakraftinum út í pönnuna, hitið að suðu. Látið þá rjómann og sólþurrkuðu tómatana út í. Sjóðið í um 1 mínútu og lækkið þá hitann.
  5. Bætið því næst parmesan osti, basil og pipar saman við. Hitið sósuna í nokkrar mínútur eða þar til hún hefur náð æskilegri þykkt.
  6. Berið sósuna fram með kjúklinginum og öðru meðlæti.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.