Himnasending á dögum þar sem eldamennskunennan er í lágmarki en þörfin fyrir eitthvað himneskt og hollt er í hámarki. Þetta er rétturinn!!!!
Kjúklingur í kókosmjólk með hvítlauk og basil
1 kg kjúklingabringur, skornar í litla bita
3-4 hvítlauksrif, söxuð
1 rautt chili, saxað smátt (fræhreinsað ef þið viljið hafa réttinn mildan=barnvænan)
2 msk rautt karrýmauk, t.d. Red curry paste frá Blue dragon
2 dósir kókosmjólk, t.d. Coconut Milk frá Blue dragon
1 msk fiskisósa, t.d. Fish sauce frá Blue dragon
2 tsk hrásykur/púðursykur
1 búnt fersk basilika, söxuð
- Setjið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn. Takið af pönnunni og geymið.
- Steikið chilí, hvítlauk og karrýmauk saman á pönnu í um eina mínútu.
- Bætið þá kókosmjólk, sykri og fiskisósu saman við og látið sjóða í 10-15 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað. Setjið að lokum kjúklinginn út í og eldið áfram í um 4-5 mínútur.
- Bætið að lokum basilíkunni saman við. Berið fram með hrísgrjónum og njótið vel
Leave a Reply