Lasagna meistaranna

Home / Lasagna meistaranna

Það verður að viðurkennast að ég hef lengi átt í ástar-/haturssambandi við lasagnagerð. Það er nefninlega þannig að þegar kemur að bestu lasagnauppskriftinni að þá er það lasagna hennar mömu ávallt vinninginn (það kannast örugglega fleiri við það). Hún gerir lasagna eins og enginn annar. Ég hef fengið uppskriftina hjá henni sem er að hennar mati ofureinföld, dass af þessu og dass af hinu og nóg af hvítlauk, en sama hvað ég reyni verður það aldrei eins og máltíðin endar með vonbrigðum og eldhúsi sem er á hvolfi.
Ég er því löngu hætt að reyna og fór þess í stað í leiðangur í leit að lasagna uppskrift sem ég gæti gert að minni. Ég hef leitað í nokkur ár, án árangurs, trúið mér, sumar voru sæmilegar, aðrar góðar en engin frrrrrrábær…fyrr en nú. Kæru lesendur leitinni er loksins lokið og fyrir ykkur sem hafið aldrei almenninlega fundið ykkar lasagna, prufið þetta.
Lykillinn að góðu lasagna er í raun sá að leyfa kjötsósunni að malla vel og lengi. Þá verður sósan bragðmeiri og þykkari og með þessari uppskrift að vera ansi nálagt því að verða meistarar í lasagnagerð.

IMG_7853

 

Kjötið,grænmetið og kryddin komin á stóra pönnu

IMG_7858

Leyft að malla vel og lengi eða eins og tími leyfir

IMG_7867

Hvíta sósan með kotasælu, múskati, eggi og steinselju

IMG_7904

Hér er það samsett á leið inní ofn

IMG_7911

Spennan magnast

IMG_7920

Reddí – freddí og tilbúið fyrir okkur að njóta…ummmmmm

 

Lasagna meistaranna
Kjötsósa
900 g nautahakk
1 laukur, saxaður
2-3 gulrætur, skornar í sneiðar
4 hvítlauksrif, pressuð
2 dósir (400 g) saxaðir tómatar
500 g maukaðir tómatar (tómat passata)
340 g tómat paste
120 ml vatn
1 msk sykur
1 tsk fennel fræ
2 msk fersk basilíka, söxuð
2 msk ferskt steinselja, söxuð
1 tsk salt
1 tsk ítalskt krydd (ég notaði ítalskt pastakrydd frá Pottagöldrum)
1/2 tsk pipar

Hvít sósa
700 g kotasæla
1/2 tsk múskat
1 egg
2 msk fersk steinselja, söxuð

Lasagnapastaplötur
Parmesanostur
Mozzarellaostur
Parmesan

  1. Byrjið á brúna kjötið ásamt lauk, hvítlauk og gulrótum í um 6-8 mínútur við láan hita.
  2. Bætið tómötum, tómatmauki, tómat paste og vatni saman við og hrærið vel.
  3. Bætið sykri, fennel, basilíku, steinselju, salti, ítölsku kryddi og pipar út í.
  4. Látið lok yfir (eða álpappír) og leyfið að malla í eina og hálfa klukkustund eða lengur. Ef þið hafið ekki svo langan tíma sleppur hinsvegar ein klukkustund.
  5. Leggið pastaplöturnar í bleyti í heitu vatni í um 15 mínútur.
  6. Gerið hvítu sósuna með því að blanda saman kotasælu, múskati, eggi og steinselju.
  7. Takið nú ofnfast mót (ca.33x23cm) og látið 470 ml af kjötsósunni í botninn.
  8. Takið pastaplöturnar út vatnsbaðinu og hristið vatnið af. Leggið lasagnaplötur yfir kjötsósuna.
  9. Látið hvítu sósuna yfir pastaplöturnar og dreifið mozzarellaosti yfir hana og rífið parmesanost yfir allt.
  10. Endurtakið allt aftur dreifið 480 ml af kjötsósunni yfir ostinn, látið pastaplöturnar yfir kjötsósuna, hvítu sósuna yfir þær og síðan mozzarella og parmesan.
  11. Látið það sem er eftir af kjötsósunni og síðan ost yfir það.
  12. Hyljið með álpappír og eldið við 180°c í 25 mínútúr. Fjarlægið þá álpappírinn og eldið í aðrar 25 mínútur.
  13. Takið úr ofni og leyfið að standa í 15 mínútur áður en þið berið það fram með góðu salati og hvítlauksbrauði. nammi namm!

Þið getið að sjálfsögðu notað það grænmeti sem þið viljið, sumir vilja hafa sveppi og aðrir elska sellerírót í sitt lasagna. Sellerírót er ekki það sama og sellerí og er um það bil ljótasta grænmetið í búðunum..en dæmið það ekki af útlitinu því það bragðast frábærlega í rétti eins og þennan sem og grænmetisrétti. Skerið það í litla teninga og steikið með kjötinu. Læt fylgja mynd með og hvet ykkur til að prufa.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.