Ljúffengi og litríki fiskrétturinn

Home / Ljúffengi og litríki fiskrétturinn

Þennan fiskrétt fékk ég hjá góðvinkonu minni henni Júlíu Heiðu Ocares en hún er algjör snillingur í að útbúa fljótlega, holla og bragðgóða rétti. Í spalli okkar um daginn barst talið að mat og þá sagði hún mér meðal annars frá þessum einfalda og frábæra fiskrétti sem ég varð að fá uppskriftina að og deili hér með ykkur. Rétturinn vakti mikla lukku hjá öllum fjölskyldumeðlimum og frábært hversu fljótlegur hann er. Hún Júlía mun svo sannarlega koma við sögu hér aftur og þá sem gestabloggari með sína góðu uppskrift og hlakka ég mikið til. Verði ykkur að góðu!

Ljúffengi og litríki fiskrétturinn
þorskur (ca. 800 gr)
1 gul paprika
1 askja kirsuberjatómatar
1 kúrbítur
fetaostur
rautt pestó

Aðferð

  1. Fiskurinn skorinn í nokkur stykki og settur í eldfast mót ásamt niðurskornu grænmetinu.
  2. Pestó sett yfir hvern fiskbita (magnið fer eftir smekk).
  3. Sett í 180°c heitan ofn í ca. 25 mínútur. Þegar þetta er búið að vera í 10-15 mínútur er fetaostinum hellt yfir.
  4. Gott að bera fram með hrísgrjónum og salati.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.