Það er alltof langt síðan ég birti súpuuppskrift en hér kemur ein dásamleg. Þessi uppskrift er af tómata- og gulrótasúpu sem er ofureinföld í gerð og allsvakalega góð. Fullkomin með þessum dásemdar hvítlauks- & parmesansnúðum. Njótið vel!
Girnileg og góð thai tómatasúpa
Thai tómatsúpa
1 msk ólífuolía
1 lauk
2 gulrætur, saxaðar
1 rauð paprika, söxuð
1 msk engifer, rifið
1 msk thai red curry paste, t.d. frá Blue dragon
1 dós (400g) saxaðir tómatar
1 dós (400) g kókosmjólk, t.d. frá Blue dragon
1 stöng sítrónugras (eða hýði af ½ sítrónu,fínrifið)
1 msk tómat puree
1 msk hrásykur
2 msk basilíka
150-200 ml vatn
- Hitið olíu á pönnu við meðalhita.
- Bætið lauk, gulrótum og papriku saman við og hrærið í 3 mínútur.
- Bætið engifer og curry paste og steikið í um 30 sekúndur.
- Bætið hinum hráefnunum saman við nema basilíkunni. Leyfið að malla með loki á í um 20 mínútur eða þar til grænmetið er orðið mjúkt. Fjarlægið sítrónugrasið (ef þið notuðuð það) bætið basilíkunni saman við og maukið í matvinnsluvél.
- Setjið súpuna aftur á hitann og bætið um 150 – 200 ml af vatni til að þynna súpuna. Hitið vel og leyfið að malla smá. Berið fram etv. með góðu brauði.
Leave a Reply