Það er oftar en ekki sem ég heyri fólk tala um að oft eftir annasaman vinnudag sé það statt í búðinni og hafi ekki hugmynd um hvað það eigi að hafa í kvöldmatinn. Þá er ekki úr vegi að geta leitað í uppskriftir sem eru ofureinfaldar í gerð og með fáum hráefnum.
Þessi pastauppskrift er einmitt í miklu uppáhaldi á þannig dögum. Oft hef ég salat og baquette brauð með og þá er kominn ekta ítalskur veislumatur. Ég tala nú ekki um ef við bætum við glasi af hvítvíni. Uppistaðan í þessum rétti er pasta og heimagert pestó úr sólþurrkuðum tómötum, basilíku og hvítlauk en þetta er að mínu mati allt hráefni guðanna.
Matvöruverslunin Krónan er í apríl með 20% afslátt af vörum Jamie Olivers í öllum verslunum sínum sem þið lesendur góðir getið nýtt ykkur. Í samstarfi við þá mun ég koma með nokkra ofureinfalda rétti eldaða úr hráefnum frá meistara Jamie. Njótið vel!
OMG pasta
350 g Jamie Oliver tagliatelle
1 krukka (280 g) Jamie Oliver sólþurrkair tómatar með ólífuolíu
2 hvítlauksrif
1 búnt fersk basilíka
salt og pipar
50 g parmesan ostur, rifinn
- Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.
- Setjið sólþurrkaða tómata ásamt olíunni, hvítlauk, basilíku, salti og pipar í matvinnsluvél og maukið vel saman. Hellið blöndunni í skál og setjið parmesan saman við og að lokum pasta. Berið fram með salti og pipar.
Leave a Reply