Þó það sé kominn desember þá þurfum við nú víst að borða venjulegan mat fram til jóla, þó maður laumi einstaka smáköku inn á milli. Þessi ómótstæðilegi kjúklingarréttur í Cashew er einn af þessum draumaréttum. Hann tekur ekki lengur en 15 mínútur í gerð og er svo ótrúlega góður að hér verða matvöndustu grísir eru sáttir, segi ég og skrifa!
Sósan gerir allt fyrir þennan rétt og þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því að hráefnin í sósuna nýtist ekki áfram því þennan rétt muni þið gera aftur og aftur. Rétturinn er svo fullkomnaður með góðum eggjanúðlum eða hrísgrjónum. Við bíðum spennt eftir því að heyra hvernig ykkkur líkaði. Njótið vel.
Fagurt, hollt og gott!
Sósan útbúin svo einföld og svo góð og setur punktinn yfir i-ið
Kjúklingur í cashew
Fyrir 3-4
2 litlir rauðlaukar, skornir í fernt
500 g kjúklingalundir, t.d. frá Rose Poultry
3 msk olía til steikingar
80 g kasjúhnetur
3 stór hvítlauksrif, pressuð
Sósa
2 tsk soyasósa, t.d. Soy sauce frá Blue Dragon
2 msk teriyakisósa, t.d. Teriyaki sauce frá Blue dragon
2 msk fiskisósa, t.d. fish sauce frá Blue dragon
2 msk púðursykur
2 msk vatn
Sósan
Blandið öllum hráefnunum vel saman og geymið.
- Skerið kjúklingalundirnar í þunnar sneiðar langsum.
- Setjið olíu á pönnu og ristið kasjúhneturnar þar til þær eru farnar að brúnast. Hrærið reglulega í þeim á meðan. Takið þær af pönnunni, en skiljið olíuna eftir. Þerrið hneturnar og takið til hliðar.
- Steikið því næst lauk og hvítlauk. Bætið kjúklinginum saman við og steikið í um 5 mínútur eða þar til hann er fulleldaður og farinn að brúnast. Hrærið reglulega í blöndunni á meðan steikingunni stendur.
- Hellið sósunni og kasjúhnetunum saman við og takið af hitanum. Berið fram með hrísgrjónum eða núðlum og skreytið að vild t.d. með kóríander eða vorlauk.
Leave a Reply