Pad thai með kjúklingi

Home / Pad thai með kjúklingi

Thailenskur matur og eldamennska býður uppá svo margt sem hentar okkar lífsstíl. Hann er yfirleitt fljótlegur, bragðgóður og hægt að stútfylla hann af grænmeti að eigin vali. Þessi Pad Thai réttur er snilldarréttur sem hentar fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Þó hráefnalistinn sé í lengra lagi látið það ekki stoppa ykkur því undirbúningstíminn undir 30 mínútum og verðlaunin fái þið þegar þið takið fyrsta munnbitann.

2013-03-06 13.19.03-2

Pad thai með kjúklingi
fyrir 4
450 g hrísgrjónanúðlur (eða núðlugerð að eigin vali)
3-4 kjúklingabringur
Marinering fyrir kjúklinginn: 2 tsk sterkja á móti 6 msk af soyasósu.
8 hvítlauksrif, pressuð
2-3 hrærð egg, steikt á pönnu
3 gulrætur, skornar í strimla og steiktar
500 g baunaspírur
6 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar
1 bolli ferskt kóríander
1/2 bolli af salthnetum, saxaðar gróflega
1/2 bolli kjúklingakraftur
Olía til steikingar
límónusneiðar

Pad thai sósa
2 msk sítrónusafi
4 msk fiskisósa
6 tsk sweet chili
6 msk hrásykur

Aðferð

  1. Hitið vatn og sjóðið núðlurnar þar til þær eru farnar að linast og hægt að borða þær en samt enn aðeins stökkar.
  2. Blandið saman öllum hráefnunum í Pad thai sósuna og hrærið vel í þar til sykurinn er uppleystur. Sykurinn er nauðsynlegur til að draga úr súra bragðinu og þáttur í því að gera þessar pad thai núðlur svona dásamlegar.
  3. Skerið kjúklinginn í bita og látið í skál. Hrærið sterkjunni og soyasósunni saman og hellið yfir.
  4. Hitið pönnu við meðalhita og látið 1-2 msk af olíu ásamt hvítlauknum út í. Steikið í um 30 sekúndur. Bætið kjúklinginn saman við. Þegar pannan er að verða þurr bætið þá örlítið af kjúklingakrafti, um 1-2 msk í einu allt til kjúklingurinn er fulleldaður (um 5-7 mínútur)
  5. Bætið því næst núðlunum og steiktu gulrótunum samanvið og hellið Pad Thai sósunni yfir. Lyftið núðlunum upp (eins og þið séuð að velta salatið) og steikið í um 1-2 mínútur í viðbót. Ef pannan er of þurr gætu þið þurft að bæta smá olíu út í.
  6. Bætið baunaspírum og eggjahrærunni saman við og steikið áfram í um 1 mínútu. Nú eiga núðlurnar að vera fulleldaðara, mjúkar og klístraðar. Smakkið og bætið 1 msk af fiskisósu ef þurfa þykir.
  7. Færið núðlurnar yfir á disk. Stráið kóríander, vorlauk og hnetum yfir núðlurnar. Berið fram með límónusneiðum sem þið kreistið síðan yfir réttinn.

Fyrir enn meira bragð má tvöfalda Pad thai sósuuppskriftina og smakka réttinn til í lokin, án þess þó að nota hana endilega alla.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.