Það er nú yfirleitt þannig að langflestir elska að gæða sér á góðu pasta. Þegar kemur að góðum pastaréttum eru útgáfurnar ansi margar en þessi er í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum enda stútfullur af góðri næringu og bragðið er himneskt – ekki skemmir hvað hann er fljótlegur í gerð.
Ég nota matvinnsluvél við gerð klettakálspestósins en þið getið einnig notað blandara eða töfrasprota. Ef þið eigið ekkert af þessu mæli ég með því að þið fjárfestið í slíku. Hægt er að fá mjög ódýra töfrasprota sem gera matseldina mun auðveldari.
Njótið vel!
Speltpasta með klettakálspestó, sólþurkkuðum tómötum og furuhnetum
450 g spaghetti (t.d.spelt)
3-5 stk. hvítlauksrif
25 g basilíka, fersk
100 g klettasalat
1 dl ólífuolía
40 g parmesanostur,rifinn
100 g sólþurrkaðir tómatar, skornir í sneiðar
2 msk ferskur sítrónusafi
1 stk rautt chilialdin
50 g furuhnetur
100 g hreinn mozzarella, skorin í sneiðar
- Gerið klettakálspestó með því að láta hvítlauk, klettasalat, basiliku og olíu í matvinnsluvél eða blandara og mauka þetta vel saman.
- Sjóðið pasta þar til “al dente”. Hellið vökvanum af pastanu og setjið svo aftur í pottinn.
- Látið klettakálspestóið yfir pastað ásamt parmesanosti, sólþurrkuðum tómötum og sítrónusafa.
- Stillið á lágan hita og setjið furuhnetur og mozzarellaostinn út á og blandið vel saman.
- Saltið og piprið og berið fram með parmesanosti.
Leave a Reply