Pistasíu pestó kjúklingur

Home / Pistasíu pestó kjúklingur

Góður kjúklingaréttur stendur ávallt fyrir sínu og ég tala nú ekki um ef hann er einfaldur og fljótlegur í gerð. Þessi kjúklingaréttur gerir reyndar svo miklu meira en það því hann sprengir í raun alla skala sem hægt er að sprengja og er hér með kominn á “best of” listann. Þið skiljið af hverju þegar þið takið fyrsta bitann en pistasíupestó er hér punkturinn yfir i-ið í þessum dásamlega rétti.

Ég hef nú sagt frá því áður en ég er hrifnust af því að nota úrbeinuð kjúklingalæri enda finnst mér þau bragðmeiri og betri en kjúklingabringurnar fyrir utan að tilbreytingin er svo góð. Kjúklingalærin koma frá Rose Poultry og fást frosin í öllum helstu matvöruverslunum landsins. Ég get annars ekki mælt nógsamlega með þessum rétti með t.d. pasta og góðu salati. Verði ykkur að góðu.

IMG_3563

 

IMG_3577

IMG_3602

 

IMG_3618

IMG_3629

photo (25)

 

Pistasíu pestókjúklingur
900 g úrbeinuð kjúklingalæri, ég notaði 1 poka af kjúklingalærum frá Rose Poultry
1 tsk salt
1 tsk pipar
ólífuolía

140 g pistasíuhnetur
1 lúka fersk basilíka
1 lúka steinselja
2 hvítlauksrif
50 g parmesanostur, rifinn
ca. 100 ml ólífuolía
sjávarsalt

  1. Gerið pistasíupestóið með því að láta pistasíuhnetur, basilíku, steinselju, hvítlauk og parmesanost í matvinnsluvél. Stillið á “pulse” þar til henturnar eru gróflega saxaðar og hellið þá olíunni rólega saman við (með matvinnsluvélina í gangi) og leyfið að blanda saman. Bætið við meiri olíu ef ykkur finnst þurfa. Bætið að lokum salti saman við.
  2. Kryddið kjúklingalærin með salti og pipar á báðum hliðum. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklingalærin við háan hita í 2-3 mínútur á hvorri hlið eða þar til kjúklingurinn er orðinn gylltur.
  3. Setjið kjúklingalærin í ofnfast mót og dreifið pistasíupestóinu yfir kjúklingalærin um 1 msk á hvert læri. Setjið í 170°c heitan ofn í ca. 15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
  4. Berið fram með pasta, salati og því sem eftir er af pistasíupestóinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.