Popp múslístöng

Home / Popp múslístöng

Múslíbitar með poppi er hin mesta snilld. Stútfullir af góðri næringu eins og möndlusmjöri, kókosmjöli, graskers-, sólblóma- og hörfræjum, möndlum og poppaðir upp með poppi. Dásamlega bragðgóðir og eitthvað sem þið verðið að prufa.

 

8. Poppmúsli

 

Poppkex
240 g möndlusmjör
60 ml agave sýróp
50 g eplamauk, ósætt
5 bollar popp, poppað
200 g möndlur, skornar gróflega
40 g graskersfræ
40 g kókosmjöl
40 g sólblómafræ
40 g hörfræ

  1. Setjið smjörpappír á bökunarform (stærð um 23 x 33 cm).
  2. Setjið möndlusmjör, sýróp og eplamauk í pott og hitið við vægan hita þar til þetta er bráðið. Sósan þarf að vera nægilega þunn til að leka yfir poppið. Hrærið út í örlítið af ólífuolíu ef þið þurfið að þynna hana.
  3. Setjið poppkorn, hnetur, graskersfræ, kókosmjöl, sólblómafræ og hörfræ í stóra skál og blandið vel saman. Hellið möndlusmjörsósunni saman við og blandið vel saman.
  4. Setjið í bökunarformið (23 x 33 cm) hulið með smjörpappír og þrýstið blöndunni niður. Látið plast yfir bökunarformið og frystið yfir nótt. Skerið í bita og geymið þá í frysti þar til þeirra er notið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.