Innihaldslýsing

2 bollar hveiti
2 tsk lyftiduft
1/4 tsk matarsódi
Rifinn börkur af einni sítrónu
1/2 tsk sjávarsalt
170g mjúkt smjör
1 bolli sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
60 ml ferskur sítrónusafi
3/4 bolli Hrein ab jógúrt frá Örnu
2 msk birkifræ
Það er bara eitthvað við sítrónukökur sem ég fæ bara aldrei nóg af. Ljós grunnur og bragðmikil sýran úr sítrónunni spila svo vel saman. Þessi kaka er einföld og helst lengi mjúk. Og algjörlega svona kaka sem flestum þykir góð. Í hana nota ég hreinu ab jógúrtina frá Örnu og ég er sannfærð um að...

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 180°C og smyrjið ílangt form
2.Blandið saman í miðlungsstóra skál: Hveiti, lyftidufti, matarsóda, sítrónuberki og salti og setjið til hliðar.
3.Þeytið saman í hrærivél með káinu smjöri og sykrinum þangað til létt og ljóst. Skafið niður.
4.Bætið einu eggi út í og þeytið vel áður en þið bætið við seinna egginu og þeytið vel saman, bætið við vanilludropum og sítrónusafa.
5.Bætið við helmingnum af þurrefnablöndunni og helmingnum af jógúrtinni. Hrærið saman á lágum hraða, bætið svo við restinni af þurrefnum og rest af jógúrt. Hrærið á lágum hraða þangað til deigið er rétt svo samlagað, alls ekki lengi.
6.Bætið við birkifræjum og hrærið varlega saman við með sleikju.
7.Setjið deigið í formið og bakið í miðjum ofni í 45 - 50 mín, fer eftir ofnum en kakan er tilbúin þegar prjóni sem stungið er í hana kemur hreinn út.
8.Hrærið saman gljáanum og setjið yfir kökuna þegar hún er orðin köld.

Það er bara eitthvað við sítrónukökur sem ég fæ bara aldrei nóg af. Ljós grunnur og bragðmikil sýran úr sítrónunni spila svo vel saman.

Þessi kaka er einföld og helst lengi mjúk. Og algjörlega svona kaka sem flestum þykir góð. Í hana nota ég hreinu ab jógúrtina frá Örnu og ég er sannfærð um að hún sé þessi X faktor sem gerir hana svona mjúka. Í jógúrt gljáanum sem ég smyr kökuna með nota ég Grísku jógúrtina frá Örnu og það kom mjög vel út. Sýran í jógúrtinni fer mjög vel með sítrónubragðinu og birkifræjunum, get lofað að þið verðið ekki svikin af þessari.

 

 

 

Þessi færsla er unnin af Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu á Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.