Skál með allskonar gúmmelaði

Home / Skál með allskonar gúmmelaði

Í kvöld gæddum við fjölskyldan okkur á þessum dásamlegri kjúklingaskál með sætum kartöflum og kóríanderhrísgrjónum. Réttur sem ég rakst á þegar ég var að skoða síðuna food52 og var einn af verðlaunaréttum þar. Í fyrstu virkaði rétturinn flókinn enda allnokkur krydd sem maður þarf að eiga en ég notaðist bara að mestu við þau sem ég átti og sleppti hinum. Útkoman var réttur sem er ofureinfaldur í gerð og dásamlega bragðgóður. Mæli hiklaust með þessum.

IMG_6989

 

Kjúklingaskál með sætum kartöflum og kóríanderhrísgrjónum
2 sætar kartöflur, afhýddar og skornar í bita
500 g úrbeinuð kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry (fást frosin í matvöruverslunum)
½ rauðlaukur, gróflega saxaður
3 msk olífuolía
1 tsk chilíduft
½ tsk paprikukrydd (eða smoked paprikukrydd ef þið eigið)
½ tsk cuminkrydd (ath ekki sama og kúmen)
½ tsk kóríander
¾ tsk salt
1 búnt kóríander
3 vorlaukar, gróflega saxaðir
2 hvítlauksrif
4 msk fersk límóna (frá ca. 2 lime)
1 jalapenopipar, gróflega skorinn og fræhreinsaður ef þið hafa minna sterkt
1 bolli (185 g) ósoðin hrísgrjón
425 ml kjúklingasoð (eða vatn og 2-3 kjúklingateningar)
1 dós sýrður rjómi

  1. Hitið ofninn á 200°c.
  2. Blandið sætum kartöflum, kjúklingalærum og rauðlauk saman í skál. Blandið saman í minni skál 2 msk af olíu ásamt chilípowder, paprikukryddi, cumin, kóríanderkryddi og hálfri teskeið a salti. Blandið vel saman. Hellið blöndunni yfir kjúklinginn og grænmeti og landið þar til allt er vel húðað með olíukryddinu.Setjið í ofnfast mót og bakið í um 35 mínútur eða þar til kartöflurnar eru farnar að mýkjast og kjúklingurinn eldaður í gegn.
  3. Á meðan kjúklingurinn er að eldast undirbúið hrísgrjónin. Setjið kóríander, vorlauk, hvítlauk, 2 msk af límónusafa, jalapeno og ¼ tsk af salti saman í blandara eða matvinnsluvél. Blandið þar til þetta er orðið að mauki.
  4. Hitið 1 msk af olíu á pönnu og bætið hrísgrjónum og eldið í um 1 mínútu og hrærið reglulega. Bætið kóríandermaukinu saman við og eldiðí aðrar 1 mínútu. Bætið því næst kjúklingakrafti og hitið að suðu. Lækkið þá hitann og látið lok á þar til hrísgrjónin eru orðin mjúk og enginn vökvi er eftir, eða í um 20 mínútur.
  5. Setjið sýrðan rjóma í skál ásamt 2 msk af límónusafa og blandið vel.
  6. Þegar kjúklingurinn er fulleldaður takið úr ofni og skerið í litla bita. Skiptið hrísgrjónunum niður á 4 skálar, síðan kjúlinginum og grænmetinu. Toppið með sýrða rjómanum og söxuðu kóríander ef þið eigið afgang.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.