Matgæðingar á Íslandi með sterkar taugar til Ítalíu og ítalskrar matargerðar hafa nú tækifæri til að gleðjast því nú hefur opnað ítalskur veitingastaður sem ber nafnið Skuggi Italian bistro. Veitingastaðurinn er staðsettur á Skugga hótel á Hverfisgötu 103 en þar er á boðstólnum “casual” ítalskur matur með bistró ívafi.
Ég kíkti með börnunum mínum þangað eitt kvöld í síðustu viku og við áttum hreint út sagt dásamlega stund.
Við byrjuðum á að panta okkur forrétt. Fyrir valinu varð djúpsteikur calamari með chili aioli en um þennan rétt segi ég, pantið hann og pantið nóg af honum því hann er hreint út sagt dásamlegur. Hér mynduðust slagsmál fram að síðasta bita. Ég sé fyrir mér að koma hingað eftir vinnu í aperol og calamari næst þegar sólin skín.
Þegar kom að aðalréttinum vandaðist valið. Ég hafði heyrt dásamlega hluti um Linguini staðarins en kolfell alltaf fyrir stöðum sem bjóða upp á lasagna og 100 laga lasagna með truffluolíu á Skugga heillaði mikið. En ég ákvað að vera ævintýragjörn og skella mér á Linguini með hvítlauksbrauðs mulningi og því átti ég ekki eftir að sjá eftir. Þvílíkur réttur og þvílík veisla fyrir bragðlaukana. Vel útilátið og á góðu verði.
Annar réttur sem var pantaður á borðið var þessi girnilegi kjötbolluhamborgari og vakti hann mikla lukku meðal eigandans þó hann hafi þurft að beita töluverðum kúnstum við að borða hann á sómasamlegan hátt.
Humarpizza setti svo punktinn yfir i-ið á þessu dásamlega kvöldi og allir fór sáttir og sælir heim eftir gott kvöld á Skugga Italian Bistro.
Hér er á ferðinni staður sem ég mæli með að þið prufið og gefið ykkar álit. Staðurinn er stór, bjartur og fallega hannaður. Maturinn er vel úti látinn og verðið hóflegt. Næst á dagskrá hjá mér er svo aperol og calamari á Skugga.
Njótið vel!
Leave a Reply