Innihaldslýsing

Salatblanda að eigin vali 4 bollar
Fersk mynta 1 Bolli
Granat epli
Gulrót og Rauðlaukur þunnt skorin
Agúrka (Hýði og kjarni skorinn frá)
Safi úr 2 lime
Soya sósa 2 Msk
Hrísgrjóna edik 2 Msk
Sykur 1 Tsk
Jalapeno þunnt skorinn
Salt og pipar
1 kg Rib Eye steik / Nautalund
Góð steik og gott salat er ,,combo” sem klikkar mjög seint! Hér er aftur á móti á ferðinni guðdómleg blanda of hvoru tveggja undir sama þaki. Þetta salat er að fara slá í gegn í kvöldmatnum, Matarboðinu, Sumaklúbbnum eða við hvaða tilefni sem er. Hollt og virkilega gott! Aðferðir og myndbönd getið þið séð á...

Leiðbeiningar

1.Setjið í skál Salat, Myntu, Rauðlauk, Gulrót, Agúrku og Granat eplin
2.Í annarri skál er dressingin græjuð : Lime safi, Soya sósa, Hrísgrjóna edik, Sykur, Jalapeno, Salt og pipar, Allt pískað saman
3.Saltið og piprið. Grillið því næst Ribeye steikina þar til hún nær um það bil 58 gráðum kjarnhita (Medium)
4.Dressingunni er stráð yfir salatið rétt áður en þið snæðið á því
5.Steikin er skorin í þunnar sneiðar og lögð ofan á salatið

Góð steik og gott salat er ,,combo” sem klikkar mjög seint! Hér er aftur á móti á ferðinni guðdómleg blanda of hvoru tveggja undir sama þaki. Þetta salat er að fara slá í gegn í kvöldmatnum, Matarboðinu, Sumaklúbbnum eða við hvaða tilefni sem er. Hollt og virkilega gott!

Aðferðir og myndbönd getið þið séð á Instagram undir @Matarmenn

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.