Ójá ….það er loksins mætt þ.e.a.s. sumarið. Allt er svo gott þegar sólin skín. Nú tökum við fram grillið og fáum vonandi fjöldamörg tækifæri til að nota það þar sem eftir lifir sumars. Þessi uppskrift er einmitt algjör himnasending á svona dögum. Hún er agalega einföld en ó-svo bragðgóð. Borin fram með góðu kartöflusalati og “picknick” og allir ættu að vera sáttir.
Grillaðar kjúklingabringur með hvítlauk, sítrónu og kryddjurtum
4 kjúklingabringur, t.d. Rose poultry kjúklingabringurnar sem fást í flestum matvöruverslunum
6 msk ólífuolía
4 hvítlauksrif, pressuð
1 tsk timían, þurrkað
½ tsk oregano, þurrkað
1 tsk salt
½ tsk pipar
1 ½ tsk fínrifinn sítrónubörkur
- Blandið öllum hráefnum að bringunum undanskildum saman í skál.
- Bætið kjúklingabringum saman við og nuddið marineringunni vel inn í kjúklinginn.
- Leyfið bringunum að marinerast í amk. 30 mínútur eða lengur ef þið hafið tök á því.
- Grillið í um 3 mínútur á hvorri hlið.
Leave a Reply