Sushi Social eintök blanda af japanskri og suður-amerískri matargerð

Home / Sushi Social eintök blanda af japanskri og suður-amerískri matargerð

Sushi Social ætti að vera flestum kunnugur en hér er á ferðinni spennandi veitingastaður sem gekkst áður undir nafninu Sushi Samba og er staðsettur í­ miðbæ Reykjaví­kur. Staðurinn býður upp á einstaka blöndu af japanskri og suður-amerí­skri matargerð í bland við frábæra stemmningu.

Ég borðaði Sushi Social um daginn í góðum félagsskap en þar var meðal annars boðið upp á djúsí sushi, girnilega smárétti og gómsætar steikur. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu vel hefur tekist að halda gæðum í mat og þjónustu alveg frá upphafi.

Sushi á frauðís – virkilega flott framsetning

Staðurinn er virkilega skemmtilega hannaður. Hér er vel hugað að smáatriðum og tilfinningin eins og maður sé mættur í sólina í Suður Ameríku. Flott lýsing, skemmtileg
tónlist og frábær þjónusta spila hér stóru hlutverki í virkilega góðri matarupplifun.

Falleg hönnun staðarins

Og þá að matnum…hvar á ég að byrja. Sushi-ið á Sushi Social er eitt það besta sem ég hef bragðað og fiskurinn svo ferskur að hann hreinlega bráðnar í munni.

Ég mæli með Volcano rúllunni sem er hrikalega góð blanda af aspas ebi rækjum, vorlauk, masago og spicy mayo. Surf ́n turf  eins og avókadó, humar tempura, nauta-carpaccio, teriyaki, spicy mayo, chili crumble en þau voru öll ógleymanleg. Niðurstaðan er sú að líklega takið þið ekki feilskot ef þið pantið ykkur sushi á Sushi Social þó ég hafi ekki náð að bragða á öllu…en næstum því.

Djúsí Sushirúlla

Túnfisk tataki er einn af frábærum smáréttum sem boðið er uppá og inniheldur túnfisk, spínat purée, steiktar edamame baunir, ristað gulrótarmauk og ylliblómagel. Túnfiskurinn var framúrskarandi.

Túnfisk tataki – frábær smáréttur

Á Sushi Social er eitthvað fyrir alla og hér má finna dýrindis kjötmáltíðir í bland við sushi og er þá stendur valið meðal annars á milli lambakórónu, nautalund með lauksultu og Rib eye. Steikarplatinn er einnig mjög vinsæll og hentugur til að deila með öðrum.

Kjötplatti fyrir kjötáhugamanninn

Fyrir þá sem eiga erfitt með að velja á milli alls þess sem Sushi Social hefur upp á að bjóða þá er uppskrift að góðri kvöldstund að fara í “Simply the best” matseðil staðarins en þar má finna vinsælustu rétti Sushi Social í einum matseðli ásamt freyðivínsglasi.

Punkturinn yfir i-ið er þessi súkkulaði fudge með karamellusósu

Alls ekki yfirgefa staðinn nema að bragða á dásamlegum eftirréttum eins og súkkulaði fudge með blönduðum ávöxtum og karamellusósu, Skyr með hvítusúkkulaði og Bounty köku svo eitthvað sé nefnt. Ef þið getið ómögulega gert uppá milli mæli ég með því að panta sér eftirréttasmakk sem inniheldur fjóra vinsælustu eftirrétti staðarins.

Sushi Social hefur ekki bara stimplað sig inn með frábærum mat heldur  vann Sævar Helgi barþjónninn þeirra barþjónakeppni Reykjavík Coctail weekend með drykk sem kallast Dr. Steam Punk. Á fimmtudögum eru allir kokteilar, léttvín í glösum og öl á krana á hálfvirði frá kl. 21 og tilvalið að bragða þessa snilld.
Svo fyrir þá sem langar að taka þetta skrefinu lengra og læra að gera framúrskarandi sushi þá bíður Sushi Social upp á Workshop í sushigerð. Þau eru frábær fyrir alla sushi unnendur og henta fyrir pör, fjölskyldur, vina- og vinnustaðahópa.  Á námskeiðinu er farið í almenna sushi fræðslu, læra að rúlla sína eigin maki rúllur, smakkaðar eru fjölbreyttar tegundir af sushi, parað með vínglasi, bjór eða sake og auðvitað er stemmningin í hávegum höfð.
Samantekt:
Sushi Social er skemmtilega hannaður veitingastaður með Suður Amerískum fíling. Staðurinn er líflegur og þjónustan er framúrskarandi. Maturinn er fjölbreyttur og þarna er eitthvað fyrir alla og hér mínu mati er boðið upp á besta sushi bæjarins.
Sushi Social er staðsett á Þingholtsstræti 5 og er opið frá 17.00 – 23.00 sunnudag til fimmtudag og 17.00 til 00.00 föstudag til laugardags. Borðapantanir eru í síma 568-6600.

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.