Tandorri lambasalat

Home / Tandorri lambasalat

Þetta lambasalat er dásamlega litríkt, hollt og bragðgott og gefur góða næringu og kraft til að takast á við allt það sem hugurinn girnist. Það er gaman að nota lambakjötið í meira mæli og hér læt ég það liggja örstutt í jógúrtsósu sem gerir það svo mjúkt að það hreinlega bráðnar í munni. Salatið er ofureinfalt í gerð og tekur varla mikið meira en 30 mín í undirbúningi með marineringartíma.

IMG_6986

Tandorri lambasalat
2 msk tandorri paste (mauk) fæst í flestu matvöruverslunum
1 msk safi úr sítrónu
1 lítil dós hrein jógúrt
8 lambahryggsvöðvar eða lambakjöt að eigin vali
1 lítill rauðlaukur, skorinn í sneiðar
250 g cherry tómatar, skornir í tvennt
½ agúrka, skorin í bita
100 g spínat

  1.  Setjið tandoorri maukið, sítrónusafa, jógúrt og 2 msk af vatni í skál og setjið lambið í marineringuna. Nuddið henni vel inn í kjötið og setjið inn í ísskáp í um 15 mínútur.
  2. Takið úr ísskápnum og þerrið marineringuna líttillega af kjötinu. Setjið á ofnplötu með álpappír og grillið í ofni í um 5 mínútur á hvorri hlið.
  3. Setjið grænmetið á disk og raðið lambakjötinu ofaná. Kreistið smá sítrónu yfir og berið fram með góðu naan brauði.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.