Nú er helgin að renna upp og því tilvalið að rifja upp framúrskarandi góða rétti af GulurRauðurGrænn&salt sem gott er að hafa á boðstólnum þessa helgina. Það er erfitt að velja á milli þeirra stórkostlegu rétta sem eru á síðunni, en hér eru nokkrar hugmyndir að réttum sem klikka ekki.
Súrsæti kjúklingarétturinn sem bræðir hjörtu
Þetta er svona einn fyrir alla réttur – sama hvaða aldurshópa um ræðir – það elska allir súrsæta kjúklingaréttinn, svo er hann líka svo einfaldur og það skemmir sko ekki fyrir.
Hér er öllu blandað saman í ofnfast mót og volá úr verður sannkölluð veisla. Jebbs við elskum þennan.
Ciabatta með nautakjöti og bernaise
Það hefur ekki farið mikið fyrir þessari uppskrift á síðunni en mæ ó mæ hvað ég get óhikað mælt með þessum. Einfaldur en ótrúlega bragðgóður föstudagsdinner sem kallar á eins og einn öl.
Thailensk kjúklingasúpa fyrir sálina
Ef þið eruð í leit að góðri súpu að já “look no further”. Þessir súpa er ein af þeim sem eru í algjöru uppáhaldi. Skemmtilega framandi bragð og í huganum er ég alltaf komin til heitra landa þegar ég bragða þessa. Toppið hana með góðum brauðbollum og vel kældu hvítvíni..málið dautt!
Syndsamlega góðar kjötbollur í kókoskarrýsósu
Ef þið eruð ekki búin að prufa þessar þá er sko aldeilis kominn tími á það. Dásamlegar kjötbollur sem henta alla daga, hvort sem á virkum dögum eða um helgar. Að sjálfsögðu einfaldar í gerð eins og næstum því allt annað á GulurRauðurGrænn&salt en engu að síður út úr þessum heimi gott.
Rjómalagað kjúklinga pestó pasta
Frábær pastaréttur sem gæti vart verið einfaldari. Hef oft boðið upp á hann í veislum og alltaf slær hann í gegn passið ykkur bara á að nota gott pestó.
Mexíkóveisla með kjúklinga taquitos
Svo óóóótrúlega bragðgóður mexíkóskur réttur sem færir bragðlaukana upp á hærra plan. Get ekki mælt nógsamlega með þessum.
Kjúklingaréttur með pestó, fetaosti og döðlum
Hér smellur allt svo ótrúlega vel saman í hollum og bragðgóðum kjúklingarétti sem tekur enga stund að henda saman.
Smáborgarar með brie, sultuðum lauk og chillí mayo
Ég hef bragðað marga heimagerða hamborgara um ævina en enginn hefur náð að toppa þessa enda snilldar borgarar með meiru. Hér eru þeir sem fingrafæða í formi smáborgara en að sjálfsögðu eru þeir alveg jafn góðir stærri.
Enn fleiri hugmyndir á grgs.is en þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Njótið!
Leave a Reply